Ég var nokkuð spennt að prófa nýju EUCERIN EVEN BRIGHTER línuna því hún vinnur sérstaklega á mislitun í húð og brúnum blettum.
Og þvílík virkni!
Ég er með nokkra brúna bletti á enninu og einn frekar stóran á kjálkanum og var því extra spennt að prófa. Ég hafði farið til húðsjúkdómalæknis með nokkrar áhyggjur af þessum blettum og fannst þeir ekki til mikillar prýði á andlitinu.
Doktorinn sagði þetta vera húðskemmdir af völdum sólarinnar og síðan hef ég ávallt notað sólarvörn með háum stuðli en ekki fundið nein ráð til þess að losna við blettina, bara farðað yfir þá og stundum notað hyljara.
Ég átti alls ekki von á að finna húðvörur sem vinna á þessum blettum en það reyndist svo sannarlega vera tilfellið með EUCERIN EVEN BRIGHTER línunni.
Línan samanstendur af fjórum vörum, serumi, dag, næturkremi og stifti með mjög virku efni sem vinnur á blettum.
Serumið, sem er ætlað að draga úr húðblettum og koma í veg fyrir að nýir myndist, er borið á húðina á undan næturkreminu og svo aftur áður en dagkremið er borið á.
Þýsku húðvörurnar Eucerin eru afurð aldargamals fyrirtækis sem staðsett er í Hamborg en þar á bæ hefur safnast saman gríðarlega verðmætur fróðleikur og reynsla á húðvörum hvers konar en húðlæknar mæla sérstaklega með Eucerin vörunum og hafa lengi gert.
Á innan við viku fóru blettirnir að dofna en framleiðandinn talar um að jafnari og bjartari húð fáist á 4 vikum. Svo það eru spennandi tímar framundan hjá mér.
Sjálf kremin gefa góðan raka án þess að andlitið virki sveitt eða glansandi og er mjög góð undirstaða fyrir farða dagsins. Auk þess sem blettirnir hafa dofnað finnst mér áferðin á andlitshúðinni einnig hafa breyst til hins betra; hún er þéttari og stinnari en fyrr. Bara fallegri.
Ég er líka einstaklega ánægð með að blær húðarinnar er nú frísklegri og mun bjartari en áður. Svo er auðvitað snilld að EUCERIN EVEN BRIGHTER skuli innihalda sólarvörn 30!
Hér er svo aðeins betur útfærð samantekt á vörunum og virku efnunum í þeim.
EVEN BRIGHTER dagkremið inniheldur m.a. Resorcinol en það efni hægir á melatónín-framleiðslu og er með SPF 30.
Dagkremið ver því húðina með árangursríkum hætti gegn útfjólubláum geislum og fyrirbyggir frekari skemmdir af völdum sólarinnar.
EVEN BRIGHTER dagkremið inniheldur einnig efnið glycyrrhetinic acid en það örvar viðgerðarstarfsemi húðarinnar sjálfrar. Eftir daglega notkun í 4 vikur öðlast andlitshúðin meiri ljóma og ferlið heldur áfram að virka. Það kom svo skemmtilega á óvart, að auk þessara mikilvægu kosta, reyndist EVEN BRIGHTER dagkremið líka hafa stinnandi áhrif á húðina og kom sá eiginleiki í ljós þegar við fyrstu notkun.
EVEN BRIGHTER NÆTURKREM: Hér er á ferðinni næturkrem með sömu eiginleikum og EVEN BRIGHTER dagkremið. Að auki inniheldur það nærandi dexpanthenol sem gefur góðan raka án þess að húðin glansi eða verði með feitri áferð. Næturkremið eykur á þá náttúrulegu viðgerðarhæfni húðarinnar sem fer fram á nóttunni.
EVEN BRIGHTER SPOT CORRECTOR: Eins konar penni sérstaklega hannaður til þess að bera á dökka bletti andlitshúðarinnar. Hann inniheldur mikið magn af B-Rescorcinol sem dregur úr myndun melatóníns og er sérlega öflugur í baráttunni við blettina.
EVEN BRIGHTER CLINICAL CONCENTRATE: Serum sem borið er á húðina fyrir notkun EVEN BRIGHTER dagkremsins og EVEN BRIGHTER næturkremsins. Það inniheldur bæði B-Rescorcinol og Glycyrrhetinic Acid og hefur mikla virkni. Reglubundin notkun dregur úr blettum, jafnar húðlitin og eykur verulega á ljóma húðarinnar.
Hrund Hauksdóttir er blaðamaður, hljóðbókalesari, nautnaseggur og pjattrófa. Hún stundaði háskólanám í fjölmiðlun í Bandaríkjunum og félagsfræði við HÍ. Hrund ritstýrði Vikunni frá 2000-2002 og var eins konar partípenni sunndagsútgáfu Morgunblaðsins 2006-2009, þar sem hún skrifaði undir heitinu Flugan en undanfarin 6 ár hefur Hrund skrifað kynningarefni fyrir Frjálsa Verslun.
Nýjasta Pjattrófan er miðbæjarmaddama sem les bækur af ástríðu, stundum nokkrar í einu, enda er hún í tvíburamerkinu og skiptir hratt og auðveldlega um skoðun.