Það var líf og fjör á laugardaginn sem leið þegar sýningin „Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn“ var opnuð í Ásmundarsafni.
Sýningin dregur saman verk eftir níu íslenska samtímalistamenn ásamt abstraktverkum Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) en verk okkar samtímalistamanna eru einskonar samtöl við verk Ásmundar. Sýningin er bæði fölbreytt og skemmtileg og þar kennir ýmissa grasa enda samtölin jafn fjölbreytt og listamennirnir sjálfir.
Hér má sjá myndir af opnun sýningarinnar þar sem margar kátar listaspírur komu saman og voru allir á einu máli um að sérlega vel hefði tekist til.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.