Scott Hove er sjálflærður myndlistamaður frá San Francisco. Hann gerir bæði málverk og ‘kreisí’ skúlptúra…
Ég rakst á þessar myndir af einu flottasta verki hans um daginn og ég verð að segja að þetta er frekar mikil snilld. Þetta verk heitir ´Cakeland´eða ´Kökuland´og á frekar vel við þar sem það samanstendur af ótal köku-skúlptúrum.
Þessar kökur eru reyndar ekki ætlaðar til ætis enda gerðar úr pappa, tré og allskyns plastefnum.
Svo eru þær ekki beint girnilegar þegar þær eru skoðaðar nánar, þar sem sumar innihalda hvæsandi munna og horn.
Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að stækka þær:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.