Litaðar augnlinsur eru alltaf að verða vinsælli, sérstaklega í Asíulöndum þar sem fólk virðist oft ófeimið við að ganga langt í frumlegheitum.
Dior bregðast við þessum auknu vinsældum með því að setja á markað sínar eigin linsur sem eru hannaðar af John Galliano.
Dior linsurnar eru gylltar og merkið, CD, er snyrtilega fellt inn í linsuna.
Augnliturinn helst óbreyttur en gyllingin gerir þetta allt svaka dramatískt. Linsurnar endast í tvo mánuði og koma í fallegum silfur umbúðum sem þykja ekki ómerkilegri en sjálfar linsurnar.

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.