Lindsay Lohan hefur ekki átt auðvelda ævi en eins og flestir vita hefur þessi fyrrum barnastjarna og núverandi slúðurfréttadrottning farið í ófáar meðferðir og ekki alltaf gengið vel.
Um síðustu helgi var hún stödd á næturklúbbi í New York. Þar reyndi hún að borga um 2500 dollara reikning fyrir flöskuborð, um 300.000 þúsund íslenskar, en þegar kortinu var rennt í gegn kom synjun.
Lindsay var að vonum ekki hress með þetta og vinir hennar þurftu að leggja í púkk til að eiga fyrir gleðinni en þau voru að yfirgefa 1OAK klúbbinn í Southhampton í New York síðasta laugardagskvöld.
Lindsay hefur upp á síðkastið æft fyrir Speed the Plow en stefnt er á að frumsýna verkið á West End í London í lok september.
Hún lauk sinni sjöttu meðferð í sumar en ekki með sérlega góðum árangri þó hún haldi því alltaf fram að nú sé þetta komið hjá henni. Svo líða nokkrar vikur…
Kunnugir segja að eftir þessa djammhelgi ætli Lindsay að umgangast edrú vini sína í New York og vera til í slaginn fyrir frumsýninguna í London.
Við vonum að Lindsay gangi vel með edrúmennskuna.
Hún er góð leikkona og hver veit nema við skellum okkur að sjá hana í leikhúsinu í London í haust?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.