Ólátabelgurinn og fíkillinn Lindsay Lohan var að ljúka við enn eina meðferðina og er nú flutt til New York á flótta sínum frá fíkniefnadjöflinum vonda.
Hún er sögð staðráðin í að takast að feta beinu brautina að þessu sinni en meðferðin, sem tók 90 daga, var samkvæmt dómsúrskurði. Lindsay var árið 2012 dæmd fyrir að aka undir áhrifum og ljúga að lögregluþjóni.
Heimildarmaður pressunnar þar vestra segir Lindsay ganga vel. Hún sé edrú sem blávatn og mjög hugsi yfir framtíðinni:
“Lindsay gengur rosalega vel. Hún er flutt til New York og er að vinna með sjálfa sig og framtíðina. Er að finna út hvað hún vill gera við líf sitt og frama. Henni er alvara með að vera edrú núna og ætlar sér að halda sig vel á beinu brautinni. Hætta öllu rugli. ”
Þrátt fyrir að neyta ekki fíkniefna finnst Lindsay samt gaman að fara á djammið í New York og sést hún gjarna á klúbbum þar í borg með vinum sínum. Hún fer þó snemma heim, enda er vinnan komin í fyrsta sætið.
Á sama tíma reynir hún að bæta samskiptin við fjölskyldu sína, móður og föður sem hún hefur átt mjög erfitt með að umgangast síðustu ár.
Vonum að rauðhærða villingnum gangi nú vel að ná sér á strik. Það verður gaman að sjá hana í góðum kvikmyndum í framtíðinni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.