Íslenskar konur hafa löngum fagnað fjölbreytni í fataúrvali hér á landi og nú er mál að gera sér góðan dag því næsta haust opnar ný verslun á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin heitir Lindex en þessa sænsk ættuðu keðju er að finna víða í Evrópu og margir hafa lengi beðið þess að hér opnaði útibú.
Keðjan minnir um margt á Zöru og HM en þar er hægt að fá flottan fatnað sem fellur í kramið hjá íslenskum konum. Einnig er hægt að fá úrval fylgihluta og barna og unglingafatnað. Það er ljóst að íslenskar konur eiga eftir að taka versluninni fagnandi enda alltaf gaman að geta keypt smart föt á heppilegu verði.
Lindex fékk nýverið hina margrómuðu Rachel Zoe til liðs við sig en hún er einna þekktust fyrir að hafa komið Nicole Richie á kortið sem pjattrófu og gerbreytt fatastíl hennar og útliti á stuttum tíma. Annars sækja fjölmargir hönnuðir keðjunnar meðal annars innblástur til fremstu tískubloggara heimsins. Way to go!
Kíktu hér á myndband sem sýnir það nýjasta í undirfatnaði frá Lindex en Lindex búðina verður að finna í Smáralindinni í Kópavogi:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=MfKZqjLWCI4[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.