Lily Allen tilkynnti á dögunum að hún ætlaði að draga sig í hlé frá tónlistinni til þess að sinna sjálfri sér, kærastanum og barninu sem hún ber undir belti.
Systurnar Lily Allen og Sarah Owen héldu opnunarteiti á dögunum þegar þær opnuðu vintage verslun sína Lucy in Disguise partýið var að sjálfsögðu smekkfullt af frægu fólki sem mætti og hældi verslun þeirra systra í hástert á meðan sötrað var á Piper Heidsieck Kampavíni
Bresku blöðin geta ekki hætt að fjalla um nýju fataverslun Lily og þegar þær systur voru spurðar því að opna vintage verslun (verslun með notuðum fatnaði) var svar þeirra:
Við elskum vintage fatnað og erum ekki fatahönnuðir -það er ekki meira flókið en svo. Þetta er því okkar leið til að setja okkar eigin stíl og setja stimpil á hlutina þar sem við sjáum um innkaupin fyrir verslun okkar.
Verslunin er stútfull af fallegum vintage klæðnað sem er til sölu eða til leigu fyrir 25% af verði. Á neðri hæðinni er einnig meðlimaherbergi þar sem hægt er að leika sér í Playstation, bar þar sem seldir verða kokteilar og hárgreiðslustofa þar sem vinkonur geta hópast saman látið laga á sér hárið og fengið sér nokkra kokteila áður en farið er á djammið.
Lucy In Disguise er staðsett á 10 Kings Street, WC2, London.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.