Söngkonunni Lily Allen þykir ekki leiðinlegt að gorta sig yfir því hversu góður eiginmaður hennar, Sam Cooper, er í rúminu.
Allen samdi lagið L8 CMMR um manninn sinn þar sem hún lofar bólfimi hans. Þó virðist sem svo að hann sé ekkert sérstaklega hrifinn af því.
„Ég held að hann fari hjá sér,“ sagði Allen. „Hann er mjög feiminn manneskja. Hann vill bara skella sér á pöbbinn og hanga þar með félögunum. Hann er ekki… „Juhúú! Konan mín syngur um hversu góður ég er í rúminu!“.“
„Ég segi honum reyndar þegar hann verður vandræðalegur að lagið sé eiginlega ekki um hann. En að sjálfsögðu er það um hann.“
Allen og Cooper giftu sig árið 2011 og eiga tvö börn saman, þau Ethel, 2 ára, og Marnie, 1 árs.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ii3XMEVUhhM&feature=kp[/youtube]Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.