Söngkonan Lily Allen laug því að hafa verið boðið hlutverk í sjónvarpsþáttunum vinsælu, Game of Thrones.
Samkvæmt Lily var henni boðið að vinna við hlið bróður hennar, Alfie Allen, sem leikur Theon Greyjoy í þáttunum, en hafnaði boðinu vegna þess vegna þess að karakterinn sem bróðir hennar leikur átti að snerta hana á óviðeigandi hátt í þáttunum. Hinsvegar segir Alfie þetta ekki rétt og segir að Gemma Whelan hafi alltaf átt að leika þetta hlutverk.
„Það eina sem ég mun segja um málið er að þetta er ekki satt. Lily var ekki boðið hlutverk í þáttunum,“ sagði Alfie. Furðulegt.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.