Breska söngkonan Lily Allen er komin aftur upp á yfirborðið eftir hlé vegna barneigna og það með hvelli!
Lily er búin að gefa út nýtt lag sem heitir Hard Out there og fjallar lagið um söngkonur í tónlistarbransanum í dag. í viðtali við Observer lætur Lily allt flakka og álit hennar á ýmsum kvenmönnum er ótrúlegt.
Lily sagði meðal annars þetta:
Dolly Parton is a bitch. Adele’s a bitch. Angela Merkel is a bitch… Rihanna’s an inspiring bitch, my mum, Miley’s a bitch, rising. She’s my hero.
Eða: Dolly Parton er tík. Adele er tík. Angela Merkel er tík….Rihanna er tík sem hvetur, mamma mín, Miley er tík, rísandi tík. Hún er hetjan mín.
Síðan bætti hún við: “Kate Middleton er EKKI tík!
Lily ræðir einnig stöðu sína í tónlistarheiminum, hún segir að fólk hafi alltaf talið hana vera með “sóðakjaft” en hún var í rauninni bara að segja sannleikann. Konum hefur alltaf verið stjórnað af körlum í tónlistarbransanum og alltaf sagt að halda kjafti því annars sé hlegið að þeim. Lily líkar illa við þetta og vil að konur séu sjálfstæðari í tónlistarheiminum.
Lily er ánægð með hversu margar konur eru að ná á toppinn núna. Þegar hún byrjaði voru hún og Amy Winehouse heitin þær einu sem þorðu að segja eitthvað og náðu langt. Lily finnst þó mjög slæmt hversu margar konur láta skrifa og semja fyrir sig lög án þess að semja neitt sjálfar: “Það virðist enginn geta sagt sannleikann í dag og lögin eru innihaldslaus”.
Hér að neðan getur þú séð nýja myndbandið hennar Lily við lagið Hard Out There en það gerir hún grín að tónlistarbransanum í dag.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=E0CazRHB0so[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig