Lilju Nótt leikkonu ættu flestir kvikmynda -og leikhússunnendur að kannast við en hún lék meðal annars í Strákarnir okkar og Reykjavík-Rotterdam.
Hver er þinn stíll? Fell ekki beint fullkomlega inní neinn ákveðin stíl. En veit hvað ég vil um leið og ég sé það. Svona vintage chic kannski. Flott vel valin vintage föt í bland við designer dót og HM.
Hverju ertu veikust fyrir þegar kemur að fatakaupum? Flottum kjólum og ómótstæðilegum skóm og ég er með rosalegt sólgleraugna -og samfestingablæti.
Hverju ertu veikust fyrir þegar kemur að fatakaupum? Flottum kjólum og ómótstæðilegum skóm og ég er með rosalegt sólgleraugna -og samfestingablæti.
Hvað ertu alltaf með í töskunni? Þetta venjulega, veski, lykla, penna, ilmvatn, brjóstakrem (lang besti varasalvinn), sólgleraugu, iPhone4 símann og litlu snyrtibudduna mína.
Hvaða hönnuði færðu aldrei nóg af? Henrik Vibskov, Báru í Aftur, Humanoid ofl, ofl.
Hvaða snyrtivöru getur þú ekki verið án? Ilmvatnið mitt “light blue” frá Dolce & Cabbana, dagkrem, maskari og concealer frá uppáhalds snyrtivörumerki mínu Benefit.
Að lokum…hvað ertu að fást við þessar mundir? Ég að setja upp sýningu í Tjarnarbíói á flottasta verki sem ég hef lesið lengi með drauma fólkinu og það verður frábært. Verkið heitir Eftir lokin og er eftir Dennis Kelly, en Dennis Kelly skrifaði einnig Elsku barn sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu í fyrra. Eftir lokin er ótrúlega magnað stykki um fólk sem er fast saman í loftvarnarbyrgi eftir kjarnorkuáras og það er margt sem getur gengið á, leikstjóri verksins Eftir Lokin er Stefán Hallur Stefánsson. Miðasalan er hafin á midi.is og skora ég á alla að kynna sér dagskrá Tjarnarbíós í vetur sem er eitt flottasta leikhúsið á landinu í hjarta borgarinnar og hlakka til að sjá sem flesta.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.