Það er fátt dásamlegra en að fara í ræktina og taka vel á því, ein af mínum uppáhaldsæfingum er hnébeygja eða “squats”.
En athugaðu að það er MJÖG mikilvægt að gera þessa æfingu rétt. Bakið þarf að vera beint, maginn spenntur og alls ekki læsa hnjánum.
Ef þú ert í einhverjum vafa um hvernig þú eigir að gera einhverja æfingu, hvort sem það er hnébeygja eða magaæfing þá er Youtube endalaus sarpur af fróðleik og að sjálfsögðu er líka hægt að spyrja einkaþjálfara eða leiðbeinanda í sal um aðstoð.
Ef þú gerir æfinguna ekki rétt þá færðu ekkert út úr henni og getur jafnvel gert illt frekar en gott. Þú finnur það líka um leið og þú ert byrjuð að gera hana rétt þá ferðu líka virkilega að sjá mun á þér.
Smelltu HÉR til að sjá kennslumyndband sem kennir þér að gera hárréttar hnébeygjur.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig