Flestir vita að til þess að fá fallegan kúlulaga afturenda og tónaða leggi, þarf maður að vera duglegur að stunda líkamsrækt!
Þetta er ekki ókeypis sjáðu til. Mörgum finnst fótaæfingar alveg drep leiðinlegar og æfa mun meira efri líkama en verðlaunin fyrir dugnað í hnébeygjunni eru hinsvegar alveg frábær!
Það hjálpar líka verulega til að finna sér einhverja raunhæfa fyrirmynd, t.d. inná instagram og “follow-a” viðkomandi til að fá innblástur.
Fylgjast með því hvaða æfingar hún er að gera og hvað hún er að borða.
Leyni hráefnið í uppskriftinni að kúlulaga bossa er að lyfta þungt og ekki vera hrædd við að þyngja í lóðunum. Litla, lágvaxna (ég er 1.50… já ég veit), rúmlega 44 kílóa ég var farin að rífa upp um 80 kíló í hnébeygju á sínum tíma og ekki leit ég út eins og kraftlyftamaður. Alls ekki.
Áður er þú geysist af stað í ræktina, með metnaðinn og væntingarnar í sögulegu hámarki, er gott að vita hvernig á að framkvæma hnébeygju án þess að meiða sig.
Alltof oft sér maður æst fólk í ræktinni að gera allskonar æfingar alveg kolvitlaust. Það er ekkert nema áskrift á meiðsli og við viljum það nú ekki. Hér eru góðar leiðbeiningar.
Til þess að hafa þetta sem skemmtilegast þá er fjölbreytni algjört lykil atriði.
Ef þú festist bara í sömu tækjunum og sömu æfingunum gerist ósköp lítið af því þú færð líka fljótt leið á því.
Æfingarnar sem hægt er að gera eru ótal margar og endalaus uppspretta er af þeim á blessuðu netinu, hvort sem er Youtube, Pintrest, Instagram eða annarsstaðar…
Hér eru nokkrar sem mér finnst sérlega gaman að gera…
1. Hnébeyjur í rekka.
2. Sumo hnébeygjur.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=9kiXid7pm6I[/youtube]3. Framstig.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=m_RYVmpWDq4[/youtube]4. Liggjandi hnébeygja (þú finnur þessa vél í ræktinni)
5. Hip abduction (halla sér aðeins fram)
Magga Gnarr sagði að þetta væri ein uppáhalds bossa æfingin hennar. Passið að nota græjuna þar sem maður byrjar með lappirnar saman og færir þær í sundur.
6. Réttstöðulyfta.
Þetta er ein besta alhliða æfingin sem þú finnur. Passið ykkur á að gera þessa alveg 100% rétt og byrja á að taka léttar þyngdir. Mundu að halda spennunni í bossanum og kviðnum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=RyJbvWAh6ec[/youtube]Ekki vera hrædd við að nota almennilegar þyngdir og taka aðeins á því í ræktinni, maður fær ekki svona bossa með því að slaka á í sófanum eða skoppa um í eróbikk tíma.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður