Það er óhætt að segja að Hot Yoga sé komið til að vera á klakanum en það hefur notið sífellt meiri vinsælda með hverju árinu.
Sjálf stunda ég Hot Yoga í Sporthúsinu Reykjanesbæ og reyni að komast í tíma 2-3 sinnum í viku en mér finnst alveg nauðsynlegt að mæta í heitan salinn og liðka kroppinn á móti lyftingum og öðru álag.
Ég sit nefninlega mikið fyrir framan tölvuna og þá myndast hin óstöðvandi vöðvabólga sem er ekki velkomin.
Hvað er Hot Yoga?
Samkvæmt heimasíðu Sporthússins er Hot Yoga eða heitt jóga ákveðin samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal helst í 37-40°C.
Hitinn gerir það að verkum að líkaminn hitnar fyrr upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og meðtækilegri til hreyfingar og teygja og iðkendur komast dýpra inn í stöðurnar.
Hitinn gerir það einnig að verkum að iðkendur svitna meira en ella, húðin hreinsast og iðkendur upplifa meiri vellíðan og endurnýjunar áhrif eða detox eins og það kallast oft.
Ég get sjálf fullyrt það að líkaminn hreinsast alveg og liðleikinn hefur aukist til muna hjá mér en ég byrjaði að stunda Hot Yoga fyrir þremur mánuðum síðan.
Mörgum sem þjást af bakverkjum eða hnémeiðslum er jafnframt ráðlagt að fara í Hot Yoga til þess að auka liðleika og styrk.
Sjálf hafði ég aldrei farið í jóga áður en ég byrjaði í Hot Yoga og ég gersamlega elska þessa líkamrækt, sérstaklega þegar ég er undir miklu álagi… Þá er svo gott að komast í góðan jógatíma sem losar um stress og annað sem er að angra mann.
Kennararnir í Sporthúsinu eru þær Elín Rós og María og eru þær frábærir kennarar en Hér er síðan Facebook síða Hot Yoga Reykjanes.
Hot Yoga er fyrir konur og karla og fólk á öllum aldri, ekki vera feimin og skelltu þér í tíma, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig