Hreyfing er að fara af stað með spennandi námskeið fyrir nýbakaðar mæður sem vilja koma sér í gott likamlegt form eftir barnsburð og litlu krílin fá að njóta sín með mömmu því það góða við námskeiðið er að mæður geta tekið börnin með sér í tíma.
Farið verður rólega af stað þannig að hver og ein getur stjórnað sínu erfiðleikastigi eftir getu og komið sér þannig aftur af stað með þjálfun eftir barnsburð. Gerðar verða árangursríkar æfingar sem styrkja alla helstu vöðva líkamans og verður lögð mikil áhersla á kjarnavöðva og grindarbotnsvöðva.
Sem sagt ánægjuleg upplifun og góð samvera fyrir móðir og barn, fyrir utan að þarna er tækifæri til að hitta hressar nýbakaðar mömmur í fæðingarorlofi sem hafa tíma fyrir kaffi og spjall eftir tímann.
Námskeiðið hefst mánudaginn 10. janúar og er fyrir mæður og börn allt að 9 mánaða en kennari er Fríða Sigurðardóttir sem einnig er nýbökuð móðir.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.