Í nóvember hefti O (Ophra Magazine) birtist þessi mynd en hún sýnir hvað þarf að skera burt af líkama konunnar til þess að hún líti út eins og Barbie dúkka.
Það hafa oft verið uppi gagnrýnisraddir um Barbie dúkkuna hvað hún er slæm fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og ef mig minnir rétt þá voru hlutföll dúkkunnar breytt ekki fyrir svo mörgum árum síðan til að gera hana líkari alvöru kvenlíkama.
Mér sýnist nú á myndinni að Barbie dúkkan eigi langt í land að ná að líkjast venjulegri konu, eða ég vona a.m.k. að svo sé raunin en maður veit svo sem aldrei þar sem það er nokkuð algengt að fólk reyni að breyta sér með tilheyrandi lýtaraðgerðum.
En mín skoðun á þessari mynd er allavegana sú að þessi kona er stórglæsileg!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.