Ég er ein af þeim sem elskar body-lotion og gæti ekki án þess verið í langan tíma. Ég ber það á mig í tíma og ótíma, oftast eftir sturtu eða rétt fyrir svefninn…
….En um daginn rakst ég á stutta lýsingu á því hvernig best sé að bera á sig body-lotion. Ég hélt nú reyndar að það skipti engu máli hvernig eða hvenær það væri gert en greinilega skiptir þetta allt máli. Það sem skiptir mestu máli er víst að bera kremið á raka húðina en þá fær kremið að vinna vinnuna sína og ‘loka’ rakann inni. Einnig er nauðsynlegt að húðin sé hrein sem segir sig sjálft, þá er tilvalið að skrúbba húðina með þvottapoka áður en body-lotionið er borið á til að ná öllum óhreinindum og dauðri húð í burtu. Og að lokum, heit húð dregur betur í sig. Þá sýnist mér besti tíminn til að bera á sig body-lotion vera beint eftir sturtuna, þá er húðin hrein, heit og rök.
Allt ‘meikar þetta sense’ þegar ég pæli í því þó að ég hafi ekki gert það mikið áður, en það er alltaf gott að vita hvernig best er að nota vörurnar sem að maður er að kaupa til að fá sem mest út úr þeim.
Reyndar er ég núna er ég að nota body-lotion frá Nivea sem heitir Happy Time sem ég ber á mig öllum stundum (en ekki aðeins eftir sturtu) vegna þess hve lyktin er góð en það hefur mildan sítrónu-ilm. Mæli með því fyrir alla krem-fíkla!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.