Við rákumst á þessa mynd á netinu en hún sýnir tvær gerðir af gínum.
Mikið væri nú gaman ef allar verslanir væru með svona gínur í fleiri en einni líkamsgerð. Við erum jú allskonar og ekki til nein ein staðalmynd líkamanum en þó er eins og fatnaður sé alltaf miðaður við konur sem eru 1.75 og sirka 57 kíló (eða minna). Þetta veldur okkur hinum stundum vandræðagangi í fatakaupum og sjálfsmyndarsköpun. En til hvers? Við erum jú allskonar, heimurinn gleymir bara stundum að minna okkur á það.
Gínurnar eru í sænska vöruhúsinu Åhlens sem var stofnað árið 1899 og selur fatnað og varning fyrir alla fjölskylduna.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.