Hvers vegna er það sem svo margar mæður, og þar á meðal ég, eigum svona rosalega erfitt með að sætta okkur við þær breytingar sem verða á líkama okkar eftir að við eignumst börn?
Sumar konur ganga út af fæðingardeildinni í þröngum gallabuxum og það er ekki að sjá að þær hafi átt börn meðan að aðrar konur upplifa sig eins og þær séu fastar í einhverjum allt öðrum líkama.
Í stað þess að berja okkur niður með neikvæðum hugsunum um líkama okkar eftir barnsburð þá ættum við að fagna honum og vera þakklátar fyrir hann – vegna þess að það er líkami okkar sem að sér til þess að litlu kraftaverkin öðlist líf.
Kona að nafni Jade Beall hefur gefið út bók sem heitir A Beautiful Body með myndum af konum á meðgöngu og eftir barnsburð, ég mæli með því að þið öll skoðið þessa bók því að hún er bara dásamleg.
Við erum misjafnar eins og við erum margar en þegar að upp er staðið þá erum við allar frábærar, flottar og fallegar!
HÉR er slóðin á síðunna þar sem þið getið skoðað bókina hennar.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.