Mér finnst ótrúlega gaman að stúdera menningarkima og staðalímyndir. Í gær fékk ég skemmtilega grein senda í pósti eftir Lauren Skirvin, penna hjá Elite Daily. Í greininni fjallar hún um fjórar neikvæðar hliðar kvenna sem flokka má sem A-týpur.
Lauren segir að A-týpu konur séu vanalega konur sem stjórna fyrirtækjum og eða reka sitt eigið fyrirtæki. Þær eru aldrei seinar, hvort sem er í ræktina eða á fundi og dagbókin þeirra er troðfull af viðburðum og samkvæmum .
A-týpu kona var sennilega bekkjarformaður í menntaskóla og æfði að minnsta kosti tvær íþróttir, segir Lauren. Hún er góður stjórnandi og fer létt með að hafa mikið á sinni könnu.
Hún er alltaf snyrtileg og vel til höfð og er “up-to-date” með nýjustu trend.
Þessar konur eru klárar af því að þær eru stöðugt að leita leiða til að bæta við sig þekkingu. Ef þær eiga börn eru þau viðbót við 100% starf. Þetta eru konurnar sem að hafa það allt, bætir hún við.
Verandi A-týpa segist Lauren alltaf hafa haldið að A-týpur væru betri en aðrar manngerðir. Hún segir að flestar A-týpu konur nái langt á sínu sviði og geti tekist á við hvaða áskorun sem er. “Stundum erum við erfiðar að eiga við”, segir hún, “en við getum endurgoldið það margfalt til baka”.
Þrátt fyrir sterkan persónuleika A-týpunnar hefur Lauren komist að nokkrum ógnvekjandi og neikvæðum hliðum hennar. Hún tók saman þær hliðar sem henni fannst mest afgerandi.
Hér kemur sú fyrsta af fjórum.
Heili á kókaíni
Lauren Skirvin skrifar:
Nema að ég sé drukkin eða svo úrvinda af þreytu að ég held varla jafnvægi þá eyði ég að minnsta kosti klukkutíma á hverju kvöldi, þar sem ég ligg upp í rúmi áður en ég fer að sofa, og fer yfir hvað átti sér stað yfir daginn.
Heilinn er á 160 km hraða á klst. yfir daginn. Mér reynist erfitt að halda einbeitingu, ekki af því ég er með ADHD, heldur vegna þess að ég hef hugann við öll þau ótal atriði á verkefnalistanum sem þurfa að klárast.
Og ég get aldrei tekið bara eitt verkefni fyrir í einu. Ég er alltaf að “multi taska” til að fá sem mesta skilvirkni, og ef ég er bara að sinna einu verkefni í einu fer mér að leiðast.
Ég verð stressuð í aðstæðum sem ég hef ekki fulla stjórn á, ég bara fríka út.
Ég þarf að bryðja valium eða hella í mig áfengi fyrir flugtak. Ég verð fáránlega stressuð þegar ég þarf að tala fyrir framan hóp af fólki af því að ég vil að það verði fullkomið og ég fæ kvíðakast ef ég rata ekki einhver staðar eða þegar eitthvað kemur upp á sem ég sá ekki fyrir.
Þetta er lýjandi.
Lestu einnig um 23 merki þess að þú sért morgunmanneskja – A týpa og 11 atriði sem ríka og duglega fólkið gerir fyrir morgunmat!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.