Mér finnst ótrúlega gaman að stúdera menningarkima og staðalímyndir. Nýlega fékk ég skemmtilega grein senda í pósti eftir Lauren Skirvin, penna hjá Elite Daily. Í greininni fjallar hún um fjórar neikvæðar hliðar kvenna sem flokka má sem A-týpur.
Ég er búin að birta tvær skuggahliar: Heili á kókaíni, sjá hér og Áráttan, sjá hér. Nú er komið að þriðju.
Sambönd
Lauren Skirvin skrifar:
Þar sem við erum góðir stjórnendur er það okkur eðlislægt að vilja taka stjórnina þegar kemur að samböndum. Hlutverk kynjanna segir okkur hins vegar að karlmenn eigi að ráða og taka ákvarðanir.
Flestar okkar eiga erfitt með að skilja þá hugmyndafræði. Okkur finnst óeðlilegt að sitja hjá og bíða átekta. Við viljum stjórna hraðanum.
Við viljum velja daginn, tímann og staðinn fyrir hvern hitting. Við viljum taka af skarið. Við viljum meira að segja borga eða allavega skipta reikningnum fyrir matinn.
Ég veit fyrir víst að margar A-týpu konur hafa engan skilning á því þegar tilhugalífið fer svo í algjöra klessu eftir að hafa fylgt þessu hegðunarmynstri. Þær skilja ekki flækjustigið sem getur orðið þegar þær sjá algjörlega um allt tengt tilhugalífinu.
Þær segja að þær vilji bara fylgja innsæi sínu og hvernig þeim líður, en þær átta sig ekki á því að þetta er bara enn önnur leiðin til að stjórna og flestir menn heillasta ekki af því (innskot, sjá; Af hverju falla stelpur fyrir slæmum strákum?).
Vegna þessa eru margar A-týpu konur einhleypar í langan tíma í senn. Þær verða áhugalausar um sambönd og samskipti við hitt kynið. Þær sannfæra sig um að þær kunni vel við að vera einar og að þær vilji ekki karlmenn í líf sitt.
Lestu einnig um 23 merki þess að þú sért morgunmanneskja – A týpa og 11 atriði sem ríka og duglega fólkið gerir fyrir morgunmat!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.