Mér finnst ótrúlega gaman að stúdera menningarkima og staðalímyndir. Nýlega fékk ég skemmtilega grein senda í pósti eftir Lauren Skirvin, penna hjá Elite Daily. Í greininni fjallar hún um fjórar neikvæðar hliðar kvenna sem flokka má sem A-týpur.
Ég er búin að fara yfir eina skuggahlið: Heili á kókaíni, sjá hér. Nú er komið að næstu.
Áráttan
Lauren Skirvin skrifar:
Það er ekki til sú A-týpu kona sem stundar ekki hreyfingu af kappi. A-týpan hreyfir sig ekki bara til að auka vellíðan og halda sér í formi; hún fer í ræktina því annars líður henni eins og algjörum haugi.
Ég man ekki hvað það er langt síðan ég fór ekki í ræktina tvo daga í röð. Það var ekki þegar ég var fárveik af flensku, ekki þegar ég tognaði á ökla svo illa að ég þurfti hækjur og meira að segja ekki þegar ég fór erlendis í frí. Ég mun ALLTAF finna leið eða ástæðu til að fara í ræktina.
Adrenalínið er nauðsynlegt fyrir þessa náttúrulegu vímu. Losunin er nauðsynleg til að útrýma reiðinni sem við berum í garð fólks eða hluta sem valda okkur vonbriðgum. Svitinn lætur okkur finnast við vera á lífi og hafa áorkað einhverju.
Þetta fer hönd í hönd við átröskunarsjúkdóma, vegna þess að við fáum áráttu fyrir hinum fullkomna líkamsvexti. Við getum orðið sterkastar, í besta forminu, liðugastar og grennstar ef við bara leggjum nógu mikið á okkur.
Lestu einnig um 23 merki þess að þú sért morgunmanneskja – A týpa og 11 atriði sem ríka og duglega fólkið gerir fyrir morgunmat!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.