Hlutverk ömmunar hefur breyst dálítið undanfarna áratugi sem að mínu mati er ekki endilega verra. Margar ömmur setja sjálfa sig í fyrsta sæti á eldri árum með því t.d. að setjast á skólabekk, þær huga betur að heilsunni og eru duglegar að prófa nýja hluti.
Margar þeirra eru löngu hættar að prjóna, kunna ekki að baka kleinur og hafa engan tíma til að passa barnabörnin um helgar.
Ég lenti í því um daginn að vera í stórvandræðum með mynstur í teppi sem ég var að hekla og taldi mig nú vera með nokkuð stóran hóp kvenna sem gæti hjálpað mér en einhverra hluta vegna var mynstrið eitthvað furðulega flókið og allar ömmurnar sem ég gekk á milli komu að engu gagni.
Með smá útsjónarsemi og nýtísku hugsun uppgötvaði ég nýja ömmu. Hún heitir YouTube og er hafsjór af fróðleik og reyndar ansi oft óþarfa upplýsingum, en hún kemur sannarlega að notum þegar ég er að hekla, prjóna, leita að nýjum aðferðum í eldamennskunni, sauma og fleira og fleira. Hún meira segja kennir dóttir minni dægurlög á píanó og gítar!
Næst þegar þú lendir í vandræðum með til dæmis prjónauppskriftina, farðu á YouTube og leitaðu að mynstrinu sem þú ert að bardúsa með. Hver veit nema þú verðir heppin og finnir eitthvað sniðugt. Þú meira segja getur lært að prjóna og hafa margir íslendingar sett inn allskonar kennslumyndbönd t.d. í tengslum við hannyrðir.
Lærðu að prjóna:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=1KJ_qYdVyXo[/youtube]Lærðu að gera bútasaum
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hZe92ieuXVU[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.