Nú eru tísku- og lífstílsblogg á toppnum. Ég fylgist ekki mikið með tískubloggurum, en hef dottið endrum og eins inn á Pinterest þar sem ég t.d. uppgvötaði fyrst Victoriu Törnegren, sjá hér. En hún hefur að mínu mati einstaka hæfileika þegar kemur að því að setja saman klæðnað og fylgihluti.
Nú þegar tískubloggum hefur fjölgað ört og mikil umferð er inn á þau langar mig að forvitnast um hvað lesendum Pjattsins finnst um slík blogg.
Ég er aðallega að velta fyrir mér hvort að áreitið sé orðið of mikið. Fyrir mitt leyti, þá fékk ég leið á vinkonu minni Törnegren þegar ég byrjaði að elta hana á Instagram. Hún fór að virka meira á mig sem “spam”, myndirnar dælast út og snúast minna um tísku og meira um sjálfsmyndir á nærbuxum eða bikiníi.
[poll id=”69″]Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.