Við höfum nú flestar heyrt af því að einhleypar konur gangi með hring á fingri sem á að tákna trúlofunarhring til að fá frið fyrir karlmönnum á skemmtistöðum.
Það sem ég ætla að segja ykkur frá hér er snilldin ein og akkúrat öfugt við að vilja ekki athygli.
“MY Single World” er síða á netinu og hennar meginmarkmið er að reyna að fá einhleypa einstaklinga til að bera armband sem þau kalla “MY Single Band” .
Með því að bera slíkt armband ertu í rauninni að auglýsa að þú sért á lausu og það sé óhætt að nálgast þig úti á lífinu eða úti á götu jafnvel nú eða í ræktinni.
Er þetta það sem koma skal?
Það eru þau Rob Young og Rina Mardahl sem standa á bak við þetta sniðuga armband en hægt er að fá mismunandi letur á þeim, t.d Destiny, Future og Fate. Þau vilja meina að þetta sé framtíðin í stefnumótaheiminum og ef þessi armbönd ná að festa sig í sessi verða stefnumótasíður ekki lengur nauðsynlegar. Enda eru þær alls ekki fyrir alla.
Þau Rob og Rina hittust fyrir tilviljun þegar þau voru bæði í fríi á Spáni og fengu hugmyndina upp úr því en M-ið og Y-ið í MY stendur fyrir fyrstu stafina í eftirnöfnum þeirra.
Það eru ekki allir eins sannfærðir og þau skötuhjú um að þetta eigi eftir að ná vinsældum og einn bloggari hjá Cosmopolitan bendir á að hennar trúlofunarhringur stoppi karlmenn ekkert í því að bjóða henni í glas ef hún fer á bar með vinkonunum. Hún bendir einnig á að það er ekki sú staðreynd að kona sé trúlofuð eða gift sem stoppi karlmenn að tala við þær, heldur er það hræðslan við höfnun.
Ætli þetta nái vinsældum? Hvað heldur þú? Hér geturðu keypt armband.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.