Ég rakst á mynd á netinu sem gaf mér skemmtilega hugmynd af partý – þema.
Búið er að föndra yfirvaraskegg og festa á öll sogrörin. Hægt er að hafa skeggin mismunandi, það gerir þetta enþá skemmtilegra. Þetta ætti að vera mjög auðvelt að búa til!
1. Prenta myndina hér fyrir neðan út.
2. Klippa eftir útlínum skeggsins.
3. Leggja skeggið á svart þykkt blað, klippa eftir því og gata svo á miðju skeggsins. Hafa gatið svipað stórt og sogrörið.
Að vera með einhverskonar þema í partýum peppar oft upp stemmninguna: