Ég rakst á þessar myndir á internetinu góða þegar ég var að vafra í morgun. Það lítur út fyrir að dýrkendur Harry Potters ævintýrsins gangi langt í að sýna aðdáun sína á seríunni og hafa látið húðflúra á sig myndir, texta og tákn úr ævintýrinu góða.
Allt kannski gott og blessað við það NÚNA en mér varð hugsað til mömmu minnar og pabba sem lásu Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton, Nansý bækurnar, Frank og Jóa, Hin fjögur fræknu, Kim og félaga og svo framvegis (veist þú nokkuð um hvað ég er að tala?).
Hvað ef þau væru með svaka húðflúr af Frank og Jóa, Nansý eða tilvitnanir hér og þar á líkamanum sem eru algjörlega út úr kú í dag? Töff? Ég veit ekki.
Sum húðflúr skil ég, en þessi nálgun…
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.