Ég fæddist klukkan sjö á köldum vetrarmorgni og hef vaknað sjö nær alla morgna síðan, flestum þeim sem ég hef búið með til mikillar ánægju.
Anna Margrét pjattrófa er, líkt og ég sjálf, morgunmanneskja.
Nýlega sendi hún mér færslu; 23 Signs You’re A Morning Person sem mér fannst svo skemmtileg að ég ákvað að íslenzka og deila með lesendum Pjattsins.
- Þú þarft bara að stilla vekjaraklukkuna einu sinni
- .. en þú vaknar samt yfirleitt áður en hún hringir.
- Þú elskar kyrrðina og friðinn á morgnana.
- Fuglasöngur? Eitt það fallegasta sem þú heyrir
- .. en ekkert jafnast á við það þegar borgin þín er gjörsamlega tóm.
- Þú ert fyrir jóga eða aðrar teygjur kl. 7 á morgnana
- .. enn þá betra ef þú getur stundað líkamsrækt þegar enginn er í kring
- .. þér er meira að segja sama þó að sólin sé ekki einu sinni komin upp.
- Ef þú sefur lengur en til 10 á morgnana finnst þér eins og dagurinn sé gott sem búinn
- .. en ef þú nærð að sofa til 8 þá líður þér eins og algjörum sigurvegara.
- Þú klæðir þig óaðfinnanlega, alltaf. Vegna þess að þú gefur þér tíma á morgnana til að huga að útlitinu.
- Helmingur myndanna þinna á Instagram eru af sólarupprás.
- Misstiru af vinsælum sjónvarpsþætti? Þú klárar að horfa á hann áður en allir vakna til að geta tekið þátt í samræðum.
- Þegar þú mætir í vinnuna og bíður vinnufélögum hressilega góðan dag gera þeir grín að þér (ég sver það .. næstum alla morgna!).
- Þú sérð alltaf um að vekja alla og koma út úr húsi.
- Á að gera eitthvað eftir vinnu? Þú verður að hella í þig kaffi til að lifa það af.
- Að horfa á körfuboltaleik sem á að klárast kl. 23.30 og þú veist að þú munt vakna eftir fimm tíma: Verulega vond tillfinning.
- Þú verður að klára mikilvægustu verkefnin þín snemma dags, annars klárast þau ekki (henda í ritgerð kl. 6 að morgni til? Mun betra heldur en að gera það kl. 11 að kvöldi).
- Þér er boðið í partý sem byrjar kl. 01:00. Nei takk.
- Þér finnst skemmtilegast að hanga með fólki yfir morgunverð, en enginn vill hanga með þér á þessum tíma dags
- .. sem gerir morgnana þína stundum dálítið leiðinlega
- .. en á meðan lötu vinir þínir eru enn þá sofandi þá hefur þú þegar klárað að útrétta fyrir alla vikuna.
- Þó að þú getir ekki útskýrt fyrir nokkrum manni af hverju það er svona mikilvægt að vakna snemma …
…þá veistu að það er eina leiðin til að lifa
Í myndagalleríi má svo líta morgunmyndir úr mínu persónulega Instagram safni. Ég held að ég sé mögulega korteri frá félagslegri útskúfun (sorry með mig).
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.