Ég er rosalega upptekin kona, aðallega vegna þess að ég er í háskóla og á tvö börn, það er alltaf brjálað að gera.
Þessvegna hef ég lítinn tíma til þess að vera spá í mat og hvað ég á að borða yfir daginn í skólanum á löngum degi og það verður full dýrt að vera alltaf að kaupa sér mat í Hámu.
Aðal trikkið er að kaupa inn fyrirfram og þannig spara sér fullt af pening. Svo er sniðugt að fjárfesta í öflugu nestisboxi með allskonar hólfaskiptingum!
Hér koma nokkrar tillögur að nesti fyrir millimál fyrir þá sem hafa lítinn tíma og vilja hugsa um heilsuna í leiðinni:
1 Hleðsla, eða Hámark, og banani heldur þér góðri í einhvern tíma.
2. Hnetur, eða bara pakki af möndlum, sjúklega einfalt og gott að bæta smá rúsínum í pokann með til að gera þetta skemmtilegra.
3. Skyr er alltaf klassískt en verður helst að borða kalt.
4. Flatkaka með kotasælu og niðurskornu harðsoðnu eggi og smá svartur pipar. Sjúklega gott, einfalt og hollt!
5. Niðurskorið grænmeti og ávextir í box, gulrætur, blómkál, kirsuberja tómatar, vínber, epli ofl. ofl. Einfalt og frískandi.
6. Avakadó, hníf og skeið færðu í skólanum.
7. Heilkorna/hveiti brauð með pítusósu og allskonar grænmeti. Þetta finnst mér ótrúlega gott og ferskt.
8. Harðsoðið egg – Fullt hús matar!
9. Chia graut sem er útbúinn í krukku kvöldið áður, tilbúinn til að taka með í töskuna morguninn eftir!
10. Í Hámu í Háskóla Íslands færðu hafragraut á morgnana fyrir litlar 120 krónur ef ég man rétt, þetta hefur bjargað morgninum mínum oftar en einu sinni!
Svo er náttúrulega alltaf lang best fyrir veskið að vera búin að elda sér mat kvöldið áður og taka með í boxi og hita það upp í skólanum!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður