Lotta K er tiltölulega ný verslun staðsett í hjarta Sauðárkróks en verslunin er með áhugaverðar og umfram allt umhverfisvænar vörur í úrvali.
Það sem meira er, þá er Lotta K heildverslun og er með í sínu umboði tvö förðunarmerki sem ég er að verða alveg heilluð af!
Merkin tvö sem Lotta K bíður upp á eru annars vegar paraben og ilmefnalausu snyrti -og förðunarvörurnar frá danska fyrirtækinu Nilens Jord og áströlsku förðunar og snyrtivörurnar frá Nvey Eco sem eru algjörlega lífrænar. Nilens Jord fást eins og er aðeins í fríhöfninni Leifsstöð og í Lottu K, og Nvey Eco fást hjá Lottu K og í Heilsuhúsinu.
Þar sem Lotta K er staðsett í heimabæ mínum gat ég ekki annað en prufað og hér fyrir neðan getið þið séð það sem hefur hlotið varanlegann sess í makeup safninu hjá mér:
1. Fluid Foundation, Primer+ og Mattifying púður
Ég elska þessa þrennu, og er alveg orðin húkkt! Primerinn er silkimjúkur, fyllir vel upp í og bætir endingu á meikinu yfir daginn.
Meikið er létt og hentar mjög vel til daglegs brúks þar sem það er ekki of “þykkt” og þekur ekki of mikið. Síðan veitir púðrið fallega áferð á meikið án þess að þurrka of mikið! Ég er alltaf að leita mér að góðu meiki og þessi þrenning er kominn í morgunrútínuna og kemur til með að vera þar á meðan birgðir endast!
2. Augnskuggapalletturnar frá báðum fyrirtækjum!
Litasamsetningin á báðum palletunum sem ég valdi er svipuð, en ég er þessa dagana mjög fylgjandi jarðarlitum förðunum.
Báðar palletturnar koma skemmtilega á óvart og skuggarnir þekja mjög vel. Skuggarnir frá báðum fyrirtækjum eru mjög auðveldir í blöndun og falla ekki þegar ég er að setja þá á mig, sem er alltaf plús!
Ég er sérstaklega hrifin af pallettunni frá Nilens Jord þar sem í henni eru 8 litir, þar af eru 2 sérstaklega fyrir augabrúnir og er hún á innan við 6 þúsund!
Pallettan frá Nvey Eco er ein af nokkrum litasamsetningum þannig að það er mikið í boði. En ég get samviskusamlega mælt með báðum merkum!
3. Jumbo Volume Maskarinn frá Nilens Jord!
UPPÁHALDS!!! Elska elska elska þennann maskara!
Ég er alltaf í leit að hinum fullkomna maskara. Lengi hefur einn ákveðinn maskari vermt efsta sætið á maskaralistanum en aumingja greyið þurfti heldur betur að lúffa fyrir þessum!
Jumbo Volume er einn af nokkrum maskaratýpum sem Nilens Jord býður upp á, og þó svo að ég þykist vera búin að finna hinn fullkomna maskara, þá er ég mjög forvitin um hinar gerðirnar og hlakka til að sjá hvað þeir hafa upp á bjóða!
4. Nilens Jord Bronzing Powder
Gordjöss bronzer! Fæst í nokkrum litum og bæði mattir og sanseraðir! Þessi sem ég fékk er millibronsaður með gylltri grófri sanseringu. Mjög fallegur, gefur húðinni fagra áferð og gefur mjög flotta skyggingu án þess að vera of áberandi- jafnvel með gylltu sanseringunni!
5. Silky Touch Eye Shadow frá Nilens Jord
Þessi kemur í nokkrum litum, en liturinn sem ég valdi mér er einhversstaðar á milli þess að vera hvítur og grár og mjög sanseraður. Gráupplagður sem undirlag eða primer í förðun, sérstaklega ef maður er að reyna að ná fram metallic lúkkinu sem er svo vinsælt núna.
Einnig hef ég verið að dúmpa honum létt í augnkrókana sem eykur á ferskleika förðunarinnar. Mjög auðveldur í notkun
6. Vitamin Complex andlitskremið frá Nilens Jord
Nærandi og rakagefandi dagkrem með ríkri vítamínblöndu og inniheldur bæði möndlu og apríkósukjarnaolíur sem vinna á móti öldrun húðarinnar. Það sem ég er ánægðust með er að það er algjörlega lyktarlaust þar sem mér finnst það mjög mikilvægt að andlitskrem séu ekki með yfirgnæfandi lyktarefni!
7. Cellular renewing augnkremið frá Nvey Eco
Nærir og gefur raka á þessu viðkvæma svæði sem húðin í kringum augun er. Dregur úr hrukkumyndun og ýtir undir súrefnisupptöku til skinnfrumanna. Ég er mjög hrifin af þessu kremi og búin að nota það nánast daglega síðan ég fékk það.
Þetta eru mínar uppáhaldsvörur frá bæði Nilens Jord og Nvey Eco, en ég er nánast bara að skrapa yfirborðið… Úrvalið er alveg ótrúlega mikið og alveg einstaklega góðar vörur sem eru í boði þarna hjá henni Lottu!
Og svo eru þetta langt frá því að vera einu merkin sem hún býður uppá, en heimasíðu heildsölunnar hennar sem heitir Cnordic má finna hér.
Ég er alveg tilbúin að kvitta nafn mitt undir það að bæði Nilens Jord og Nvey Eco eru dásamlegar gæðavörur sem ég kem svo sannarlega til með að nota mikið í framtíðinni!
Hrafnhildur, eða Krummi, er mamma, förðunarfræðingur, leikkona, kærasta, systir, dóttir, handverkskona og listakona svo fátt eitt sé nefnt. Ung flutti hún frá Sauðárkróki til Reykjavíkur þar sem hún lærði förðunarfræði en seinna flutti hún til Alabama, USA þar sem hún lærði leiklist. Eftir nokkur ár í Bandaríkjunum lá leið hennar aftur til Sauðárkróks og hún er því rödd landsbyggðarinnar á meðan pjattrófa. Hrafnhildur er fædd 21. febrúar árið 1980 og er fiskur.