Þessi dásamlega myndasyrpa birtist hjá Sky fréttastöðinni en hún sýnir allskonar ólíklega vini í dýraríkinu. Meðal annars þetta óskaplega sæta apakríli sem eignaðist nýjan vin í dýragarðinum.
Mér finnst fátt fallegra en að sjá tengingarnar sem myndast oft á milli ólíkra spendýra, hvort sem það eru menn og hundar, nú eða tígrisdýr og apar eða grísir.
Það þurfa allir ást og vináttu, af hvaða tegund sem við erum og þetta sést berlega á þessum myndum.
Sérlega falleg þykir mér myndin af úlfinum og asnanum sem urðu vinir.
Asnagreyið átti að verða matur fyrir úlfinn sem var handsamaður og settur í búrið fjórum mánuðum fyrr en í staðinn mynduðu þeir náin tengsl og halda sig þétt við hvorn annann öllum stundum.
Svo er það sæti flóðhests krílið sem eignaðist 120 ára gamla mömmu í dýragarði í Mombasa í Kenya. Þau hafa verið óaðskiljanleg frá fyrsta degi en flóðhestinum var komið fyrir hjá gömlu nokkrum dögum eftir að hann kom í dýragarðinn, þá örfárra vikna gamall.
Og þá er ónefnt tígrisdýrið sem ólst upp við að vera á brjósti hjá gyltu, fyrstu fjóra mánuði ævi sinnar. Ahhhh 🙂
Hér kemur þessi sæta syrpa:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.