Frægt fólk er venjulegt fólk, alveg eins og ég og þú. Sum þeirra eru líka samkynhneigð og þau langar jafnvel líka að verða foreldrar.
Vestrænu þjóðirnar eru langflestar svo heppnar að það skiptir ekki máli hvort fólk er samkynhneigt eða gagnkynhneigt, það fá flestir að njóta sömu réttinda.
Það er ekki svo langt síðan að samkynhneigðir fengu að ættleiða börn en að vera foreldri eru hrein forréttindi.
Því miður eru alltof fá lönd sem að leyfa pörum af sama kyni að ættleiða barn en þetta er allt að mjakast í rétta átt.
Eftir að Holland lögleiddi “same sex marriage” fyrst af öllum árið 2001 þá fylgdu 15 önnur lönd eftir og þar á meðal Ísland, en þó ekki fyrr en árið 2010.
Einnig eru nokkuð mörg fylki í Bandaríkjunum sem leyfa samkynhneigðum að ganga í hjónaband.
Kanada var fyrsta landið sem lögleiddi ættleiðingu fyrir samkynhneigða, í dag eru alls 14 lönd sem hafa fylgt eftir og enn fleiri fylki.
Vonum að fleiri þjóðir komist hratt í hóp þeirra þjóða sem segja ENGA FORDÓMA fyrir foreldrum og þeirra kynhneigð.
Hér eru nokkur fræg samkynhneigð pör sem eru svo lánsöm að eiga og ala upp börn. Smelltu til að stækka myndirnar.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður