LÍFIÐ: Beðið eftir sumrinu með Pintrest

LÍFIÐ: Beðið eftir sumrinu með Pintrest

f519d79c0e8e9301bf3d50022938f5c2

Loksins er febrúar liðinn og vetrarmánuðunum fer óðum fækkandi – og ég anda léttar.

Ekki misskilja mig, veturinn getur verið hinn indælasti tími en stundum þegar ég horfi á dúnúlpuna mína  þá langar mig að öskra (það kemur fyrir að ég bókstaflega öskri, heimilisfólki mínu eflaust til ama). Nú eru hinsvegar blikur á lofti og vorið má sjá gægjast fyrir hornið.

64d8d27b158722f8a8c2cc5230fc1dc2

Morgnarnir eru rjómalagaðir, bjartir og bleikir þegar ég stíg út.  Full af nostalgíu fálma ég eftir sólgeraugunum, dreg þau upp og þramma um með á nefninu – skrefinu nær sólríkum sumardögum og almennri sælu.

53b535179fdd282663de42bafd0e8ded

Til að stytta biðina og reyna róa niður óþolinmæði mína útbjó ég sumar-möppu með öllu því sem minnir mig á sumarið sem koma skal á síðunni Pinterest. Lesendur Pjatt.is ættu að vera orðnir ansi kunnugir Pinterest, enda griðarstaður fyrir pjattrófur, draumóra og fagurkera til að gleyma sér á.

Þetta er svipuð taktík sem ég hef skrifað um hérna þegar mér finnst lífið vera grátt og einhæft og erfitt reynist að finna drifkraftinn til að tækla vinnu- eða skólaverkefni, hundrað kíló af skítugum þvotti eða jólaseríuna sem enn hefur ekki fengið viðeigandi jarðaför. Þá læðist ég inn á síður eins og Pinterest eða Net-a-porter og læt mig dreyma og skipulegg það sem mig langar að gera.

3db03a300062b7329c23e7daf9d7a722

Um leið og maður er kominn með stóra og girnilega gulrót, þá verða verkefnin og hindranirnar ekki jafn stórar og ógnvænlegar.

Ég læt fylgja með brot úr sumarmöppunni af minni af Pinterest en þar má sjá vott af Ítalíudraumum, heimsóknir frá erlendum vinum, nýjar stefnur í klæðaskápinn, girnilegt matarklám og svo lengi mætti telja. Möppuna í heild má finna svo hér.

cd9012e0d3675c672573a06daad7dba6

Endilega stofnaðu aðgang, búðu til draumamöppu og fylltu hana af öllu sem þig langar að gera, fara, sjá, borða, elda og upplifa – möguleikarnir eru endalausir. Svo krossum við allar fingur og tær, förum í hvísluleik og látum það berast alla leið til sólarinnar að nærveru hennar sé óskað á Íslandi yfir næstkomandi sumartíma.

Það er aldrei að vita nema hún taki boðinu og gerist loksins sannur Íslandsvinur!!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest