Árið 1975 tók bandaríski ljósmyndarinn Nicholas Nixon upp á því að taka myndir af konu sinni Bebe og systrum hennar þremur. Þessu hélt hann svo áfram á hverju einasta ári, næstu 36 árin til ársins 2010.
Á myndunum eru þær alltaf í sömu röð, fyrst – Heather, Mimi, Bebe, svo Laurie. Á fyrstu myndinni er Mimi aðeins 15 ára og sú elsta, Bebe er 61 árs árið 2010 en þegar Nicholas byrjaði að taka myndirnar var Mimi 15 ára og Bebe 25 ára.
Myndirnar hafa verið til sýnis í mörgum galleríum vestra, meðal annars National Gallery of Art og hjá George Eastman House í N.Y.
Svo er bara spurning hvað maður á sjálfur að bíða lengi með mynda vinkonuhópinn, systkinin, já krakkana! Frábær hugmynd og magnað að sjá hvernig þroskinn legst eins og fallegt haust yfir þessar glæsilegu systur. Frábærar myndir!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.