Kynferðislegt ofbeldi er eitt af því allra versta sem komið getur fyrir fólk og sem betur fer hefur umræðan um það aukist til muna síðustu ár. Þolendurnir eru farnir að rjúfa þögnina og segja frá þessari hræðilegu lífsreynslu.
Karlmenn verða líka fyrir kynferðislegu ofbeldi þó svo að það sé mun minna talað um það en sem betur fer eru þeir farnir að opna sig og segja frá.
Mér þykir svo sárt að lesa um það hversu mikið er um þessa tegund ofbeldis en sem betur fer eru þolendurnir farnir að segja frá þó svo að það séu alls ekki allir sem gera það enda liggur skömmin og hræðslan yfirleitt hjá þolandanum en ekki gerandanum.
Ég fann myndir af 25 hetjum sem sögðu frá því og á þessum myndum er hægt að lesa hvað gerandinn sagði við þá, þetta eru allt karlmenn sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi bæði karla og kvenna og það má með sanni segja að þeir hafi rofið þögnina.
Þessir menn eiga hrós skilið. Þeir eru sannar hetjur.
Vanalega er ekki skrifað um svona hér á þessum vef en mér finnst þessir menn bara svo kjarkaðir og flottir að ég gat ekki annað. Endilega deilið þessu vegna þess að….
…vonandi verður þessi ljósmyndasería til þess að fleiri þori að opna sig og segja frá, – því öðruvísi er ekki hægt að vinna úr áfallinu.
____________________________________________________________
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.