Jahrhundertmensch, – eða hundrað ára manneskjur kallaði þýski ljósmyndarinn Karsten Thormaehlen þetta verkefni sem var fólgið í að taka portret myndir af 100 ára gömlum einstaklingum.
Það þykir almennt fréttnæmt þegar fólk nær svo háum aldri, að ekki sé talað um þegar það heldur enn góðri heilsu, fylgist með og hefur ‘kveikt á perunni’ eins og sagt er.
Árið 2009 var áætlað að um 455.000 einstaklingar væru komnir yfir 100 ára aldurinn í heiminum sem er ekki há tala en kemur eflaust til með að breytast ef við höldum áfram að drepa í sígarettunum og hugsa betur um mataræðið og heilsuna.
Fólkið hér á myndunum á það sameiginlegt að vera allt hundrað ára gamalt eða meira, og gott betur – á þessum aldri áttu flestir sér enn drauma og vorum með hin og þessi plön. Fólkið kom eða kemur flest frá Berlínarborg í Þýskalandi þar sem ljósmyndarinn starfar.
Þessi margverðlaunaði myndaflokkur ljósmyndarans er á sinn hátt einstakur því fæst þekkjum við fólk sem hefur náð svo háum aldri og heldur þokkalegri heilsu í senn. Dásamlegt!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.