1. Treystu sjálfri þér
“Viltu vera aðlaðandi? Leyndarmálið er sjálfstraust og að vita hver þú ert og hvað þú trúir á.”
2. Njóttu þess að eldast
“Njóttu þess að eldast og þess sem lífið hefur upp á að bjóða á degi hverjum – lífsreynslan, hrukkurnar og fegurðin sem hefur mótað þig sem manneskju kemur með aldrinum.”
3. Skráðu dagana
“Vertu alltaf með myndavél á þér og búðu til þína eigin dagbók af lífi þínu, fólki og umhverfi.”
4. Ferðataskan segir allt
“Það er hægt að lesa hvernig kona þú ert á því hvernig þú pakkar í ferðatöskuna. Ef þú pakkar vel og vandlega þýðir það að þú veist hvaða ævintýri lífið hefur upp á að bjóða þér og þínum.”
5. Finndu þinn eigin stíl
“Klæddu þig eftir persónuleika og því sem klæðir vöxt þinn. Ekki nota tískuna til að búa til ímyndaða hugmynd um hver þú ert. Vertu þú sjálf.”
6. Notaðu kvenleikann
“Að fæðast kona er góð vöggugjöf. Ef þú notar kvenleika þinn rétt getur þú látið heiminn snúast í kringum þig en nýttu kvenleikann réttlátan og heiðarlegan hátt. Vertu dama, bæði þakklát og kurteis”.
7. Taskan og skipulagið
“Taktu til í töskunni þinni einu sinni í viku og áður en þú yfirgefur íbúðina að morgni, farðu þá farðu yfir og skipuleggðu daginn í huganum. Að hafa reglu á hlutunum gerir allt auðveldlegra fyrir þig og aðra í kringum þig”.
8. Dekraðu við þig
“Ég elska nudd. Nudd kemur blóðflæðinu í gírinn. Ég elska líka bara einfalt dekur; að fara út með vinkonunum, borða góðan mat, lesa bók, horfa á bíómynd, skella sér á skíði eða fara í heitt bað með gott glas af hvítvíni, góða tónlist og næði.”
9. Þú átt bara einn líkama
“Besta ráðið er að hreyfa sig, ferðast og leita uppi ævintýri. Drekktu nóg af vatni, borðaðu hollan mat, hreinsaðu neikvæðar hugsanir úr huganum, hugsaðu jákvætt og stundaðu einhverja líkamsrækt. Skelltu þér á námskeið eða farðu í danstíma – gerðu eitthvað sem vekur þig til umhugsunar og reyndu að festast ekki í sömu rútínunni.”
10. Veldu hamingjuna
“Við eigum það sameiginlegt að vilja lifa hamingjusömu og ánægjulegu lífi – flestir vilja hafa öruggan stað í tilverunni, bæði líkamlega og andlega. Vertu óhrædd að kynnast sjálfri þér, finndu mátt þinn, berðu virðingu fyrir sjálfri þér og öðrum og elskaðu sjálfa þig.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.