Reykjavik
16 Mar, Saturday
1° C
TOP

Leynisvæðin á Pintrest: Allskonar leyndarmál fyrir einn eða fleiri

Screen Shot 2014-03-09 at 22.06.15

Pintrest er bæði skemmtilegur vefur og símaforrit fyrir okkur internetfíklana sem viljum helst vera alltaf hér í sæberspeis.

Á Pintrest getur þú safnað saman myndum af því sem veitir þér innblástur eða hjálpar þér á móta ákveðnar hugmyndir. Þannig safnaði ég t.a.m. myndum af ljósum í möppu áður en ég reið á vaðið og lét framleiða stofuljósið fyrir mig á síðasta ári. Ég safna líka myndum af mat sem hægt er að elda í bröns (ég er formaður félags brönsáhugamanna), fatnaði, húsmunum og mörgu fleiru og allt er þetta sorterað í sérstakar möppur.

Nú var Pintrest að kynna til leiks nýjan möguleika en hann er að búa til leynimöppur. Möppur sem bara þú og sá eða sú eða þau sem þú hleypir í hana geta séð.

Screen Shot 2014-03-09 at 22.05.52

Þú getur búið til eins margar möppur og þig langar til og fyrir hvaða tilefni sem er. Þetta er auðvitað mikið snjallræði á margan hátt, til dæmis þegar verið er að undirbúa veislur eða partý, þegar vinnustaðir skipuleggja starfsmannaferðir eða hópar vinna saman að verkefnum, þegar vinkonuhópar plotta húsmæðraorlof eða þegar þú planar eitthvað suprise, hvort sem það er stórt eða lítið.

Svo eru það gjafahugmyndir en auðvitað er bara lag að byrja strax að spá í hvaða gjafir henta hverjum þó langt sé í jólin. Allt sem sparar okkur stress er af hinu góða.  Ferðalög kalla líka á skemmtileg leynisöfn á Pintrest en þú getur plottað ferðir á veitingastaði og sitthvað fleira með því að haka við Pin takkann góða.

Smelltu hér til að byrja. Þetta er afbragðs afþreying.

 

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.