FERÐALÖG: Sylvía lét drauminn verða að veruleika – flutti til Spánar

FERÐALÖG: Sylvía lét drauminn verða að veruleika – flutti til Spánar

ja

Síðan ég ákvað að flytja til Spánar hef ég fengið margar spurningar um það hvað þurfti til, margir segjast alltaf hafa alltaf dreymt um að flytja til Spánar en ég spyr á móti – Hvers vegna ekki að láta drauminn verða að veruleika?

Þetta er ekki fyrsta sinn sem ég flyt erlendis en ég bjó í Danmörku í tvö ár. Þó er þetta ólíkt, núna erum við nefnilega orðin þrjú. Við kærustuparið erum bæði í fjarnámi frá Íslandi og strákurinn okkar er í leikskóla hér á Spáni. Við búum í þægilegum bæ sem heitir Denia en Denia er fallegur lítill bær á Spáni á milli borganna Valenciu og Alicante.

IMG_2008

Bíllinn seldur og dótið í geymslu

IMG_1982Draumurinn minn var alltaf að flytja til Spánar og í janúar varð sá draumur að veruleika. Íbúðinni var sagt upp, bílinn seldur og dótið sett í geymslu.

Við pökkuðum í fjórar ferðatöskur og héldum af stað í enn eitt ævintýrið okkar.

Út fyrir þægindahringinn

Við tókum næsta skref og fundum út hvar við vildum búa – Blogg, Google og Youtube Vidjó reyndust vel í rannsóknarvinnunni!

Fundum svo út hvað kostar að búa á svæðinu og hvort það væri mikið framboð á leiguíbúðum, svo kynntum við okkur leikskóla og öryggi í bænum.

  1. Við rannsökuðum staðinn, svæðið í kring og fundum út hvort þetta væri staðurinn fyrir okkur
  2. Við breyttum draumunum okkar í ákvörðun. 
  3. Við söfnuðum peningum til að geta komið okkur fyrir.
  4. Við gerðum fjárhagsplan – skipulag og útreikningar. 
  5. Við höfðum samband við fasteignamiðlanir og skoðuðum eignir á netinu og ég varð meðlimur í Facebook hópum af svæðinu.
  6. Við stigum út fyrir þægindahringinn. 
  7. Pöntuðum flug og bókuðum íbúð á airbnb í mánuð – díluðum um gott verð vegna lengd dvalar og komum utan ferðamannatíma.

Fyrstu vikurnar fóru í að skoða íbúðir, skoða bæinn og ákveða hverfið sem passaði fyrir okkur. Seldum svo bílinn heima og keyptum einn hér úti.

IMG_3939
Þegar ákvörðunin var tekin var ekki aftur snúið sem betur fer! Hér sit ég á morgnanna og sötra á kaffinu mínu.

Ólíkir menningarheimar geta verið svo skemmtilegir og á hverjum stað er fólk sem kemur manni skemmtilega á óvart!

Á hverjum stað leynist líka alltaf fegurð sem gaman er að upplifa, en ég elska náttúruna og hún endurnærir mig algjörlega.

Að upplifa nýja hluti og hindranir sem verða á leiðinni eru tímarnir sem maður þroskast oft mest.

Þegar hlutirnir hræða okkur þá þýðir það oftast að er vegna þess að þeir skipta okkur máli. Tökum skrefið – tökum áhættur!

Við lifum lífinu bara einu sinni. Eins og svo oft er sagt… Gerum það sem okkur dreymir um, við sjáum ekki eftir þvi… en við sjáum örugglega eftir því að gera það ekki!

sylviaisjonum

PS. Ef þú vilt vita meira um það hvernig maður flytur til Spánar þá er bara að finna mig á samfélagsmiðlatengingunum hér í prófíl lýsingunni minni. Ekki vera feimin/n 🙂

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest