Ég fékk þrjá virka lesendur til þess að prófa vöru sem ég hef sjálf notað og verið ánægð með.
Varan, sem heitir Baby Foot, er einföld í notkun þó það geti tekið smá tíma til þess að fá endanlega niðurstöðu. Helsta innihaldsefni vörunnar er ávaxtasýra auk annarra náttúrlegra efna.
Í pakkanum eru plastsokkar sem innihalda gel, hvert sokkapar er einnota sem þú hendir eftir notkun. Þú klæðist sokkunum og ert í þeim í klukkustund, því næst skolar þú gelið af fótunum. Eftir um það bil tvo daga til viku byrja dauðar húðfrumur að losna frá fætinum og svo detta þær af. Þetta mun líklega standa yfir í nokkra daga til vikur og er svo ótrúlega skemmtilega ógeðslegt að þú verður eiginlega að prufa sjálf. Baby foot fæst í helstu apótekum, Hagkaup, Fjarðarkaup, fríhöfninni og líka á Heimkaup.is. Facebook síðu þeirra getið þið nálgast HÉR.
Tilraunadýrin taka nú við og deila með ykkur sínum upplifun á vörunni Baby Foot sem er ætlað að mýkja og vernda húðina á iljunum.
Elísabet Kristjánsdóttir
„Ég þekkti ekki vöruna áður en ég prófaði en hafði séð hana auglýsta og fannst mjög spennandi að prófa,” skrifar Elísabet.
„Baby foot varan er mjög auðveld í notkun og leiðbeiningarnar eru mjög skýrar. Það var þægilegt að leggjast niður með tærnar upp í loft og leyfa gelinu að virka á fæturnar. Ég fann fyrir því þegar þetta byrjaði að virka. Eftir klst. fór ég í sturtu en það var mjög auðvelt að ná pokunum af og efnið fór strax af.”
„Mér leið mjög vel næstu daga á eftir. Varð ekki vör við að fæturnar væru byrjaðar að flagna fyrr en ég fór í ræktina og sá það. Þá voru fimm dagar síðan ég prófaði vöruna. Eftir meðferðina eru fæturnir svo mjúkir og það er mikið léttara yfir þeim. Ég mæli svo sannarlega með að prófa þessa frábæru vöru.”
Fyrir og eftir myndir frá Elísabetu:
________________________________________________________________
Hanna Einarsdóttir
Hanna hafði hafði aldrei heyrt um vöruna áður.
„Mér leið mjög vel í fótunum fyrstu dagana, ekkert öðruvísi en vanalega.” Á fimmta degi fór húðin að flagna.
„Þetta var eins og mér var sagt, svona skemmtilega ógeðslegt, en mér leið mjög vel því ég fann hvað ilin varð mjúk undir öllu flagninu. Ég fann mikinn mun á fótunum eftir á, ég er alltaf með sigg og með frekar leiðinlegar fætur en þetta virkaði brilliant á mig og ég varð silkimjúk eftir á.“ Hönnu fannst varan virka vel og þegar ég spurði hvort hún myndi mæla með þessari vöru þá sagði hún: „Já, alveg hiklaust”.
„Það er frekar skemmtilegt að segja frá því að ég fór til fótaaðgerðafræðings í lok október á seinasta ári og fékk ég allsherjar yfirhalningu á fótunum en ég hafði aldrei upplifað annað eins fyrir fæturnar. Baby Foot kom mér skemmtilega á óvart og eftir notkun þess leið mér nákvæmlega eins og ég hafði verið nýbúin hjá fótaðgerðafræðingi,” segir hún að lokum og bendir á að þetta sé skemmtilegt og ódýrt dekur fyrir fæturna.
Myndirnar frá Hönnu:
________________________________________________________________
Thelma Rós Kristinsdóttir
,,Þegar Anna Karen hafði samband og bað mig að vera álitsgjafi var ég mjög spennt. Við mæltum okkur mót og ég fékk box sem á stóð Baby Foot. Þar sem fætur mínir eru alltaf svo þurrir og leiðinlegir, sama hvað ég geri, þá var ég mjög ánægð að fá að prufa þessa vöru.
Ég hafði aldrei heyrt talað um Baby Foot svo ég var rosa spennt fyrir þessu. Ég las vel og vandlega allar leiðbeiningarnar og skellti mér í prógrammið,” skrifar Thelma.
„Það var mjög skrýtið að setja þessa poka á sig. Kalt og klístrað og rosalega sterk lykt, ekki vond lykt bara mjög sterk. Eftir pínu stund þá kom þægileg hitatilfinning í fæturnar og næsti klukkutími leið hratt með pokana góðu á fótunum.”
„Daginn eftir fann ég engan mun né sá mun á fótunum, og eftir fjóra daga var ekkert byrjað að gerast og ég var alveg viss um að ég hefði nú gert eitthvað vitlaust! En svo skellti ég mér í sund og heita pottinn og þá fór allt í gang. Ég er enn að flagna svo lokaniðurstaðan liggur ekki fyrir, en ég hef mjög góða tilfinningu fyrir því að fæturnir verði eins og á ungabarni þegar ég hætti að flagna svona rosalega!”
„Ég held að ég geti hiklaust mælt með þessari vöru. Það er mun þægilegra að hafa það kósý uppí sófa með pokana á fótunum heldur enn að raspa iljarnar í klukkutíma í heitri sturtu. Mig langar að lokum að þakka kærlega fyrir að ég hafi verið valin í þetta skemmtilega og notalega verkefni.”
Myndirnar frá Thelmu Rós:
Hér er einnig myndband sem getur sýnt ykkur betur hvernig Baby Foot virkar:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=gJWMK6dq2pU[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.