Okkur barst bréf frá stelpu sem endaði nýlega tuttugu ára vinskap. Við segjum bara til hamingju – eflaust margar sem kannast við þetta.
Ég þurfti að segja upp “bestu” vinkonu minni fyrir stuttu en við höfðum verið vinkonur frá því í barnaskóla.
Kannist þið við samskiptamunstur þar sem þið eruð sífellt að draga úr sjálfum ykkur? Þá á ég við að láta ekki fara of mikið fyrir því þegar gengur vel t.d. í skóla, ræktinni, vinnu og einkalífi. Þú dregur úr öllu til þess að komast hjá leiðinlegum athugasemdum sem stafa af öfundsýki.
Ég kannast allavega við það og hef þurft að eiga við öfundsjúka bestu vinkonu í bráðum 20 ár eða þangað til ég fékk nóg á að draga sífellt úr sjálfri mér í návist hennar og ákvað að segja skilið við þessa neikvæðu orku sem fylgdi okkar samskiptum.
Ég áttaði mig nefnilega á því að það er vel hægt að segja upp vinkonu rétt eins og það er hægt að slíta sambandi við maka.
Vinkona mín var þannig í minn garð að hún var alltaf öfundsjúk og fór ekki leynt með það. Svo var þessi endalausi samanburður alveg að gera út af við mig. Þannig að í gengum árin, til að minnka sem minnst leiðinlegar athugasemdir sem höfðu rúllað síðan í barnæsku, hætti ég að deila með henni ef vel gekk.
Dæmi: Á fermingardaginn fékk ég ekki nææstum því eins marga pakka og hún. “Kaupiru alltaf fötin þín á útsölu?”, “Vá, náðiru 8 í stærðfræði?Þú náttúrulega kunnir ekkert í stærðfræði fyrr en ég sýndi þér”, “Ég man hvað kærastinn þinn var mikill lúser, hefur hann breyst mikið?”
Í fyrstu þegar ég hafði tekið ákvörðun um að slíta sambandinu var ég frekar kvíðin fyrir því. Ég ákvað svo bara að rífa plásturinn af hratt og örugglega og var ekkert að flækja hlutina. Sagði einfaldlega: “Ég held að þetta sé komið gott.” Og ég sé sko ekki eftir því.
Kveðja, Frjáls og fegin
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.