Okkur barst þetta bréf í skilaboðum á FB síðu Pjatt.is og birtum um hæl enda Kristín eflaust ekki sú eina sem veltir þessu fyrir sér.
Það virðist vera alveg sama hvaða fréttamiðill er skoðaður í dag, öfgarnar eru allsstaðar. Úr feitabollu í fitness, anorexía, tanorexía og svo mætti lengi telja.
Við lifum í samfélagi þar sem útlit okkar er gagnrýnt dag hvern – við segjumst öll vera á móti þessari útlitsdýrkun en samt sem áður tökum við þátt með því að lesa, gagnrýna og tala um hina og þessa sem eru svona og hinsegin.
Of grönn og þú ert með anorexíu, of feit – átvagl, of “fit”: ræktarfíkill (og pottþétt á sterum).
Öfgarnir eru svo miklir að margt fólk veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Freistingarnar eru allstaðar og ruslmatur /sælgæti er ódýrari/ódýrara heldur en heilsusamlegri kosturinn (nammibarir á laugardögum til dæmis). Foreldrar troðfylla pokana af gotteríi og börnin fylgja með og allir liggja í sykurvímu einu sinni í viku eftir sælgætisfyllerí dagsins. Mig langar að leita að máltækinu Allt er gott í hófi. Týndist það úr tungumálinu eða er það máltæki steindautt. Þurfum við í alvöru að troðfylla poka af sælgæti af því að það er 50% afsláttur?
Margir stytta sér leið, hafa einfaldlega gefist upp á því að vera í kúrum, megrum og þar frameftir.
Nú er langur biðlisti offitusjúkra að komast í hjáveituaðgerð. Er þetta öfgakennt eða uppgjöf? Veit ekki þitt að ákveða enda öllum frjálst að hafa sína eigin skoðun á slíkum hlutum/aðgerðum/inngripi. Hjáveituaðgerð gerir það að verkum að skammtarnir og matarlystin minnkar. Eru þetta betri lífsgæði? Neita sér um mat, er fólk að fá rétta næringu þegar það er oðið mett eftir nokkra bita? Verður þú bara grá/grár og gugginn eftir slíkt inngrip? Að hverju þarf að huga fyrir slíka aðgerð og hverjir eru kandídatar í hana?
Naglinn hefur lög að mæla
Ragga Nagli er með puttann á púlsinum dag hvern. Henni tókst með breyttu mataræði og hreyfingu að rífa sig upp úr sófanum og koma sér í gott form. Ragga Nagli er ekki öfgamanneskja og skammar landann daglega fyrir að svelta sig og segir að meðalvegurinn sé besti farvegurinn.
Fitness fyrirbærið hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin ár, íþrótt eður ei þá er mikið um það að fólk fari í fitness eftir mikið þyngdartap, sækist eftir viðurkenningu eftir góða grenningu eða einhverju öðru sem það þráir að heyra, ekki gott að segja til um hvað býr þarna að baki en mikill sjálfsagi kemur að góðum notum þegar stefnan er tekin á slíkar keppnir, það er alveg á hreinu.
Dæmi eru um að ungar stúlkur leiðist út í anorexíu eftir slíkar keppnir á meðan aðrar halda sér í formi, þó kannski ekki fitness formi en líður vel í eigin skinni.
Meðalvegurinn er vandfundinn það er alveg á hreinu, hvort sem þú færð þér 1/2 líter af Kóka Kóla eða Pepsi Max í morgunmat og sporðrennir einu stykki súkkulaði með, blandar próteinsjeik eða borðar gamla góða hafragrautinn þá getur verið erfitt að breyta rútínunni sem maður hefur verið fastur í í fjöldamörg ár.
Vitum við samt ekki flest öll að kók í morgunmat er ekki hollt? Eða erum við bara sífellt að ljúga að okkur sjálfum eða erum alltof “góð” við kroppinn þangað til að við ráðum ekki við ástandið lengur?
Meðalvegurinn, reynum að finna hann, hann leynist einhversstaðar. Hvað erum við að kenna komandi kynslóðum með öllum þessum öfgum?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.