Ágætu Pjattrófur. Mig langar að fá að tjá mig um nýtt lag sem hneykslar margan manninn og vonast til að þið viljið birta þetta bréf því ég vona að það nái til sem flestra.
Lagið sem um ræðir var frumsýnt í unglingaþættinum „Hæpið“ þar sem markhópur er 12-17 ára unglingar, ég ætla ekki að fara mörgum ófögrum orðum um þann þátt, hann dæmir sig sjálfur en þetta lag „Næs í rassinn“ er ástæða til gagnrýni. Feministahjarta mínu blöskraði allverulega þegar ég heyrði skýringar systranna í „Hljómsveitt“ á því afhverju þær vildu gefa út þetta lag en þær sögðu það vera „stuðla að jafnrétti kynjanna“! Öllu má nú nafn gefa því ef þetta lag stuðlar að jafnrétti kynjanna þá er feminisminn allverulega úti að skíta!! Rök þeirra eru þau að bæði stelpum og strákum geti fundist gott að fá það í rassinn og eiga því að stunda það jafnt við hvort annað – eða hvað? Nú er svo komið að flestir feministar, og ég er einn slíkur, hafa hingað til ekki gert klámi hátt undir höfði.
Við teljum margt sem fyrir kemur í klámmyndum vera niðurlægjandi fyrir konur og stuðla að því að karlmenn sem horfa á klám fá brenglaðar hugmyndir um hvernig kynlíf á að vera og beita konur þrýstingi til að gera hluti sem þær vilja ekki. Skilaboð þessa lags til ungra stúlkna er að þeim eigi að finnast gott að fá það í rassinn, skilaboðin til ungra drengja er að kærustunni (og þeim sjálfum) eigi að finnast það gott og annað sé óeðlilegt.
En eins og kemur fram í þessarri könnun þá finnst unglingum vera þrýst á sig að stunda analsex þó svo að þeim finnist það flestum ekki gott. Að líkja þessu við það að einu sinni þóttu munnmök tabú á sér heldur ekki stoð, ég þekki allavega ekki marga sem hafa meitt sig við þá iðju, allavega ekki ef rétt er farið að. Í nútíma samfélagi þá er ekki margt tabú, rassaríðingar eru ekki einu sinni tabú og flestir prufa það einhverntíma, – þið stelpurnar í “Hljómsveitt” ættu að treysta því að fólk prufar sig áfram í kynlífi og finnur hvað þeim finnst gott sjálft, það þarf ekki myndband og lag til að „frelsa“ sig eins og þið virðist halda.
Ef fólki finnst það gott þá má það gera þetta en að beinlínis mæla með því, gefa út lag um það og frumsýna lagið í ofanálag í unglingaþætti er fáránlegt, sérstaklega ef skýla sig á á bakvið „Jafnrétti kynjanna“.
Það má vera að einhverjum finnist ég íhaldssöm og gamaldags en mér finnst þetta afturför í feminisma og jafnrétti kynjanna og ef tilgangur lagsins var í raun að stuðla að virðingu og jafnrétti þá tel ég það hafa mislukkast allverulega. Afsakið stúlkur í Hljómsveitt, þið hafið náð því að hneyksla og vekja á ykkur athygli en ekki gera lítið úr jafnréttisbaráttu, þið munið skilja það með aldri og þroska að feminismi er ekki djók og það að koma skilaboðum til forvitinna unglinga er vandasamt, ég tel ykkur því miður hafa gert þeim bjarnargreiða. Myndband og texta má finna hér að neðan.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=5F_INMLk_lE[/youtube]
Texti: Ef ég væri strákur myndi ég feitast vilja láta pounda mig í rassinn eins og ég vil það núna sama hvaða kyn straight eða gay með strap-on eða the natural way hvernig er hægt að vera með örvandi op og ekki vilja pot pot pot mig effin þyrstir í himnaríki ég er femínisti og ég er kinky Ég hélt þetta væri kvenkúgun og einhliðanautn en með rétta manninum verða lökin mín svo blaut Því það er svo næs að fá það í rassinn í rassinn yeah það er svo næs að fá það í rassinn í rassinn yeah Alltaf þegar ég bomba nýjan strák þarf ég að koma út úr þessum skáp og til að taka þann slag er gott að eiga þetta lag og það er bannað B-A-N-N-A-Ð að nota þetta lag til að pressa því það er sannað S-A-N-N-A-Ð þá verður kærastan þín lessa fyrir forvitna gutta er ég með tíu putta ekki vera feiminn þetta opnar allan heiminn fyrir effect max ekki stinga strax rétt fyrir climax koddu hægt inn í rass Ekki hafa áhyggjur af kúknum ef þú elskar mig, elskaru líka kúkinn minn saurfóbía er félagsmótun jákvæð tengsl við endaþarminn Karlmenn sem fá það í rassinn skilja og skynja að endaþarmsmök stuðla að jafnrétti kynja Ég veit það er erfitt að skilja þetta pabbi og mamma en prófið þetta sjálf áður en þið farið að skamma Því það er svo næs að fá það í rassinn í rassinn yeah því það er svo næs að fá það í rassinn í rassinn yeah endaþarmur yeah, endaþarmur yeah, endaþarmur yeah yeah yeah…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.