“Rakel” skrifaði okkur bréf eftir að hafa lesið grein um siðblindu sem við birtum fyrr í vikunni.
Kæru Pjattrófur
Fyrir fjórum árum tók líf mitt algjörum stakkaskiptum.
Þar sem ég dansaði áhyggjulaus með vinkonum mínum á skemmtistað niðrí bæ hefði mig ekki getað grunað hve líf mitt ætti eftir að breytast mikið á nokkrum mánuðum.
Það tók u-beygju þegar ég kom auga á alveg ótrúlega myndarlegan strák í miðri þvögunni á dansgólfinu .. Í stuttu máli; eitt leiddi af öðru, við fórum heim saman og ég varð ólétt.
Ég hætti í skóla en ég var á þriðja ári í menntaskóla og hann var í byggingarvinnu á þessum tíma. Ég var alveg bálskotin frá fyrsta degi og í rauninni yfir mig ástfanginn. Hann var mjög hvatís, skemmtilegur og spennandi. Eftir að hafa þekkt hann í aðeins tvær vikur flutti ég inn til hans en þannig er það einmitt með hann, allt gerist liggur við á ljóshraða.
Lífið með honum var svo hratt að ég gæti skrifað 300 bls. bók um einn mánuð úr lífi okkar saman.
Í byrjun sambandsins sveif ég bókstaflega um á hamingjuskýji. Hann veitti mér mikla athygli og ég var eiginlega ósofin fyrstu vikurnar því stundum fórum við ekki að sofa heldur spjölluðum saman fram á morgun.
Við gerðum stór plön um framtíð okkar saman, hann kom með flestar hugmyndirnar en eftir því sem leið á sambandið komst ég að því að hann var snillingur í að lofa öllu fögru og standa svo ekki við það.
Átti hús og bíl
Mér fannst vissulega skrítið hvernig hann, þá aðeins tvítugur, gat haft efni á því að eiga íbúð í raðhúsi og flottan bíl. Ég eiginlega ýtti þeirri hugsun frá mér og taldi mér trú um að hann fengi bara svona vel borgað í byggingarvinnunni. Það kom þó að því að við þurftum að flytja inn á foreldra mína vegna þess að við vorum ekki lengur örugg inn á heimili okkar með nýfædda barnið. Hann hafði nefnilega verið að selja og geyma ólögleg efni heima hjá okkur, það útskýrði af hverju hann var alltaf að fara út, redda hinu og þessu og hjálpa einhverjum félaga út í bæ.
Vegna þessarar aukavinnu sinnar voru óhugnanlegir menn farnir að sitja um húsið og ég varð orðin hrædd um hann, barnið og sjálfa mig. Það er merkilegt hvað ég kippti mér samt í rauninni ekki mikið upp við þetta, ég hefði náttúrulega átt að slíta sambandinu þá og þegar.
Meðvirk og í afneitun
Einn mánudaginn, ég þá kasólétt, fékk ég símtal frá fyrrum slólasystur minnu úr menntó.
Hún hafði verið að djamma og komið að honum á bílastæði með ungri stelpu, hann með buxurnar niðrum sig. Ég gekk auðvitað á hann með þetta og það skrítna er að það var ég sem skammaðist mín en ekki hann, honum virtist bara ekki finnast þetta vera neitt mál. Það var eiginlega þá sem ég áttaði mig á að ég þyrfti að opna augun og takast á við þá staðreynd að þetta myndi ekki ganga.
En það var hægara sagt en gert ..
Hann var svo ótrúlega sjarmerandi og ég bálskotin. Eftir að ég sleit trúlofuninni (við túlofuðumst auðvitað mánuði eftir að ég flutti inn) kom meira og meira í ljós hvað hann hafði hagað sér ógeðslega meðan á sambandinu stóð. Hann hafði t.d. haldið fram hjá mér villt og galið, það gerði hann yfirleitt á djamminu annað hvort inn á klósetti á skemmtistað eða heima hjá píunni sem varð fyrir valinu það kvöldið. Hann viðurkenndi meira að segja fyrir mér að hann hefði sofið hjá vinkonu systur minnar í rúmi foreldra minna þegar við bjuggum inn á þeim.
Maður hefði haldið að ástæða þess hvað hann hélt mikið fram hjá væri að hann væri svo óhamingjusamur í sambandinu en það var alls ekki raunin. Þegar ég gafst upp á honum upplifið hann sig sem þvílíkt fórnarlamb, vorkenndi sér mikið og fannst ég köld fyrir að fara frá honum og taka barnið með mér.
Þegar einhver hagar sér eins og hann hefur gert án þess að fella tár eða sýna eftirsjá hlýtur það að benda til þess að viðkomandi sé siðblindur.
Stelpur, sama hversu sjarmerandi og flottur hann er, ef hægt er að haka við einkenni siðblindu þá komið ykkur úr sambandinu ekki seinna en strax.
-Rakel
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.