LESENDABRÉF: Framhjáhaldið, fyrirgefningin og framhaldið

LESENDABRÉF: Framhjáhaldið, fyrirgefningin og framhaldið

framhjahald

Frá því að ég byrjaði með mínum manni þá vissi ég alla tíð að ef hann myndi halda framhjá mér myndi ekki vilja hætta með honum.

Ég vissi að ég myndi vilja reyna að fyrirgefa og reyna að jafna mig á svikum. Þrátt fyrir að vita þetta var ég rosalega paranojuð lengi vel og það var ekki fyrr en hann gaf mér ástæðu að ég byrjaði að vera virkilega kvíðin. Það kom svo á daginn að það komst upp um hann.

Svikin af hans hálfu voru hræðileg og ég auðvitað kast.

Í fyrstu vissi ég ekki hvert ég ætti að snúa mér, sjokkið var svo mikið að ég náði ekki almennilega að meðtaka þetta, ég vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að stíga. Það jafnaði sig ansi fljótt, eða á innan við sólarhring. Ég vissi að ég vildi reyna að fyrirgefa, ef hann var tilbúinn til þess að vinna með mér.

Hvernig get ég verið með honum eftir framhjáhald?

Fyrsta skrefið var að panta tíma hjá hjónabandsráðgjafa. Við fengum ekki tíma fyrr en eftir þrjá daga og þangað til vorum við í sitthvoru lagi. Ég í íbúðinni okkar og hann hjá foreldrum sínum. Ég fékk stuðning vinkvenna sem gistu hjá mér svo ég myndi ekki brotna niður.

Nú hrista eflaust margar konur hausinn og hugsa: „Hvað er hún eiginlega að spá? Hvernig getur hún haldið að honum sé annt um hana ef hann hélt framhjá henni?”.

drphilÉg var samt alveg staðráðin í því að láta þetta ganga, en eingöngu með því skilyrði að við yrðum samstíga í því.

Eftir tímann hjá sálfræðingnum tóku við erfiðir tímar en í senn yndislegir.

Vinnan sem við bæði lögðum á okkur sýndi hvað okkur var annt um hvort annað.

Nú hrista eflaust margar konur hausinn og hugsa: „Hvað er hún eiginlega að spá? Hvernig getur hún haldið að honum sé annt um hana ef hann hélt framhjá henni?”.

Ég er raunsæ, jafnvel aðeins of. Hormónar taka stundum völdin af skýrri hugsun og ég veit full vel að ég átti minn þátt í þessu. Hann hafði rætt við mig margoft hversu óánægður hann var með kynlífið og hvernig honum þótti ég ekki sýna honum nógu mikinn áhuga. 

Það réttlætir þó ekki framhjáhald! Hann hefði átt að skilja við mig frekar, eða stinga uppá hjónabandsráðgjöf áður en hann tók ákvörðun um að svíkja mig.

66352-Tony-Soprano-Carmela-something-cKiUFórum í verkefnin

Við fengum ýmis verkefni hjá sálfræðingnum; deit kvöld, taka upp gamla siði sem við vorum vön að gera, hafa okkur til fyrir hvort annað ofl.

Við héldum líka bæði dagbók í einhvern tíma, það hjálpaði mikið til þess að sjá hvort okkur væri að fara fram, hvort líðan mín væri öðruvísi miðað við viku eftir framhjáhaldið. Við áttum sérstaka hefð sem hefur tíðkast allt okkar samband og þá hefð tókum við aftur upp. 

Á erfitt með að sofa ef hann er úti

Í gegnum ráðgjöfina lærðum við að taka meira tillit til hvors annars. Ég varð ákveða mig hvort ég ætlaði að trúa honum eða ekki. Ef ég treysti honum ekki eða héldi alltaf að hann væri að ljúga, vissi ég að þetta myndi aldrei ganga.

Það tók mig langan tíma samt sem áður, ég gat ekki farið að sofa ef ég vissi af honum úti að skemmta sér, ég á meira að segja enn erfitt með það, tveimur árum seinna. Ég held það sé samt bara eitthvað sem er innbyggt í mér, hrædd um að ég vakni og haldi að það sé vondur draumur þar sem hann er ekki kominn heim.

tumblr_m8m9c1J0YA1r9zaago1_500

Gat ég fyrirgefið?

Ég hélt lengi vel að við myndum aldrei jafna okkur alveg og að sambandið myndi aldrei verða eins.

Ári eftir þetta fékk ég miklar efasemdir og það var á tímapunkti spursmál um hvort ég gæti í alvöru fyrirgefið eins og mikið og ég vildi það.

Ég hélt ég hefði verið búin að jafna mig en ég var það ekki.

Ég sá hann í öðru ljósi, eins og ég hafði litið upp til hans áður en það var öðruvísi núna. Ég sá hann eins og hann var, bara eins og allir aðrir, manneskja sem var algerlega fær um að gera mistök.

Efinn varð of mikill og ég byrjaði sjálf að horfa á aðra menn. Ég áttaði mig hinsvega fljótt á því að hann var maðurinn sem ég vildi vera með, ég var tilbúin að leggja allt á mig til þess að láta þetta ganga með honum.

Svo kom það…

4623b790-ae3e-0132-4672-0e9062a7590aÞað sem gerðist svo u.þ.b. tveimur árum eftir framhjáhaldið, var að sambandið varð enn betra. Traustið varð meira, skilningur betri og ég upplifði persónulega einskonar ást eins og í byrjun sambands. Ýmislegt hafði gengið á og við bæði þurft að reiða okkur á styrk hvors annars.

Sambandið varð opnara og þó svo að okkur hefð þótt við hafa geta rætt allt áður fyrr, þá var það öðruvísi núna. Við ræddum hlutina út frá öðru sjónarhorni. Við lögðum bæði meira á okkur að sýna þakklæti og ef annað okkar er ósátt við eitthvað er það rætt af fullri hreinskilni.

Það kemur alltaf eitthvað upp á

get-over-itÉg vil meina að ekkert par sem er í langtíma sambandi, fari í gegnum mörg ár saman án þess að nokkuð hafi komi uppá.

Við erum jú öll mennsk og algjörlega fær um að gera mistök.

Það sem ég lærði, og það sem ég mun taka með mér frá þessari reynslu er að ekkert er öruggt þegar kemur að ást. Ég hef ákveðið að treysta honum og ég geri það.

Ef honum langar að fara skemmta sér, þá gerir hann bara það. Ef hann ákveður að hann ætli að halda framhjá, þá gerir hann það.

Ég stjórna honum ekki og hann ekki mér. Ekkert sem ég er að fara gera eða segja er að fara breyta því, þannig að ég get alveg eins verið róleg.

Best að njóta bara þess að vera með mínum manni sem gerir mig svo hamingjusama!

Niðurstaðan er sú að sambönd geta jafnað sig eftir framhjáhald og gott betur en það.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest