Kæru pjattrófur
Mig langar að deila með ykkur vandræðum mínum. Bæði til að fá útrás fyrir hugsanir mínar og vegna þess að ég er viss um að aðrar konur geti tengt við þær.
Þannig er mál með vexti að maðurinn minn horfir á aðrar konur og það gerir mig brjálaða.
Ég hef ekki beint talað um þetta við hann, meira gefið í skyn að mér finnist þetta leiðinlegt. Óöruggi er víst ekki “sexý”.
Við erum kannski að labba niður Laugaveginn þegar kvenmaður gengur fram hjá og hann fer að mæla hana út með augunum.
Það sem mér finnst verst er að hann mælir ekki allar konur út bara þær sem eru klárlega hans “týpur”.
Það sama gerist þegar við stoppum á rauðu ljósi og hans “týpa” er í bílnum við hliðina á okkur. Garg, þetta gerir mig geðveika. Fyrir utan það hvað mér finnst þetta mikið virðingarleysi.
Ef hann getur leyft sér að “tékka” á öðrum konum með mig sér við hlið þá óttast ég að hann gangi lengra þegar hann er á djamminu með vinum sínum.
Er ég bara klikkuð, óörugg og þarf að vinna í mínu óöryggi? Er hann fáviti eða heilbrigður karlmaður. Er vandamálið hjá mér og þetta einfaldlega eitthvað sem ég þarf að vinna með í sjálfri mér eða er hann vandamálið og á ég að biðja hann um að hætta þessu?!
Kv. Ungfrú afbrýðisöm
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.