Kæru Pjattrófur,
Mig langar að koma ákveðnu málefni á framfæri sem hefur verið mér hugleikið í nokkurn tíma en það eru frægir á Íslandi og framhjáhald þeirra.
Síðasta vetur lenti ég í atviki sem hefur setið dálítið í mér síðan en þá nálgaðist mig þjóðþekktur Íslendingur á skemmtistað niðrí bæ.
Allt í lagi með það og bara skemmtilegt. Við töluðum svolitla stund og héldum svo hvort sína leið út í nóttina.
Daginn eftir var hann búinn að senda mér vinabeiðni á Facebook og við fórum að spjalla. Það leið ekki á löngu þar til hann var búinn að bjóða mér út á land með sér, var með svaka plön um það hvernig við gætum eytt tíma saman. Við spjölluðum drjúga stund en toppurinn á samtalinu var hvernig það endaði. Ég var frekar treg til að hitta hann þar sem ég vissi að hann ætti kærustu.
Ég ákveð því að spyrja hann hreint út:
„En áttu ekki kærustu?“ Sá frægi brást ekki vel við og eitt af því einkennilega sem hann sagði var t.d. „Djöfull ertu leiðinleg“.
Það verður að segjast að þessi þjóðþekkti karlmaður er ansi kaldur að geta leyft sér að fara út á meðal almennings með annarri stelpu en kærustunni sinni?! Finnst ykkur ekki?
Maður hefur nú heyrt margar sögurnar um meint framhjáhöld hjá hinum og þessum þjóðþekktum einstaklingum en hefur haft á bak við eyrað að það séu góðar líkur á því að þær séu eintómar kjaftasögur og svo kemur þetta manni auðvitað ekki við, þ.e.a.s hvernig fólk út í bæ hagar sínum einkamálum.
Það sem kom mér bara svo mikið á óvart og er ástæðan fyrir því að ég skrifa þessar línur eru orð eldri frænku minnar (sem hefur töluverða innsýn inn í heim „fræga“ fólksins á Íslandi).
Hún hafði sem sagt þetta um málið að segja:
„ Já, en það er samt bara þannig að þegar karlmaður er kyntákn þá er það viðurkennt að hann megi sofa hjá öðrum konum, það er hluti af því að vera kyntákn“
Uuu…? Já ókei, alltaf er maður að læra eitthvað nýtt.
Kv. Elísa
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.