
Leonardo Dicaprio hætti nýlega með kærustunni sinni henni Toni Garn en hann var ekkert að tvínóna eða grenja yfir sambandsslitunum.
Í bandaríska blaðinu Us Weekly segir frá því að þau hafi ákveðið að hætta saman eftir að hafa verið á föstu í um tvö ár. Toni á að vilja eignast fjögur börn en Leonardo er víst ekki alveg á sömu buxum, enda er hann fertugur og enn barnlaus.
Hefur semsagt staðið sig nokkuð vel þarna karlinn með að setja öryggið á oddinn.
Samband þeirra Toni varð aldrei mjög alvarlegt, þau sáust sjaldan saman opinberlega og hún fór aldrei með honum á frumsýningar.
„Ég er fjölskyldukona og mig hefur alltaf langað í fjögur börn. En sjáum til. Við byrjum á einu,“ sagði Toni í nýlegu viðtali og reikna má með að Leo hafi rokið að dyrunum.
Stráksi liggur heldur ekki heima í ástarsorg því hann skellti sér út á lífið um helgina og yfirgaf skemmtistaðinn ásamt fullt, fullt af konum.
„Hann fór heim með tuttugu stelpum. Hann er hetjan mín,“ sagði annar sem var á staðnum.
Áhugavert. Ætli einhver myndi segja þetta um hana Toni ef hún færi heim með tuttugu strákum? Maður spyr sig.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.