Gob Squad er liðuð breskum og þýskum listamönnum sem vinna með leikhúsmiðillinn. Þau gera “performansa”, innsetningar, video og fleira.
Ég vil ekki reyna að þýða orðið “performance” hérna, en ég á við leikhúsformið en ekki það sem stundum er kallað “gjörningalist” (sem þarf ekki endilega að eiga við um leiklist). Grúppan sýnir verk sín á almenningsstöðum eins og skrifstofum, í heimahúsum, járnbrautarstöðum og hótelum eða í myndlistargalleríum. Þannig eru verk þeirra oft samin til þess að eiga sér stað á ákveðnum stað.
Meðlimirnir í Gob Squad reyna oft að komast undir yfirborð menningar okkar. Þessi performansgrúppa tekst oft á við hversu lífið er í raun fáránlegt, fallegt og flókið.
Hér útskýra þau sjálf hversvegna þau gera það sem þau gera:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=47slfeqqUHs [/youtube]Og hér er lítið brot úr verki þeirra “Room Service”. Eins og sést á myndbandinu komu sýningargestir sér fyrir í lobbýi á hóteli og fylgdust með performansinum á skjám:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7imdGCFFecU [/youtube]Í þessu verki tókst hópurinn á við yfirborðslega poppmenninguna, sem var sett fram sem bæði kúl og fáránleg. Þau reyndu að sýna hvernig lífið getur verið einmannalegt og hálf-kjánalegt. Leikararnir fjórir voru einangraðir á hótelherbegjum sínum. Þeir komust svo í samband við áhorfendur sem áttu að hjálpa þeim að komast í gegnum nóttina.
Þetta er grúppa sem vert er að skoða ef maður hefur áhuga á performanslistforminu.
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.